Lífið

Jane Wyman fallin frá

Wyman hlaut óskarðsverðlaunin árið 1949 fyrir leik sinn í myndinni Johnny Belinda
Wyman hlaut óskarðsverðlaunin árið 1949 fyrir leik sinn í myndinni Johnny Belinda MYND/AP

Jane wyman, ein skærasta stjarna Hollywood um miðja síðustu öld, er fallin frá, nítíua ára að aldri. Wyman hlaut meðal annars óskarsverðlaunin árið 1949 fyrir leik sinn í myndinni Johnny Belinda þar sem hún lék heyrnalaust fórnarlamb nauðgunar.

Wyman giftist Ronald Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, árið 1940 og átti með honum tvö börn. Þau skildu eftir átta ára hjónaband.

Wyman og Reagan voru gift í átta ár og áttu saman tvö börnMYND/AP

Wyman giftist fimm sinnum um ævina en hún vildi lítið ræða skilnaðinn við Regan. Hún sagði þó pólitíkina hafa komið á milli þeirra. Við andlát hans árið 2001 sagði hún Bandaríkin hafa misst góðan forseta og góðan mann.

Á níunda áratugnum skapaði Wyman sér miklar vinsældir fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Falcon Crest.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.