Lífið

Rokkarar í hár saman á MTV hátíðinni

Kid rock
Kid rock MYND/Getty

Rokkararnir Tommy Lee og Kid Rock eiga það sameiginlegt að hafa vera giftir ofurbombunni Pamelu Anderson. Þau þrjú voru öll samankomin á MTV-verðlaunahátíðinni í Las Vegas í gær og fór spennan á milli þeirra upp úr öllu valdi sem endaði með því að rokkararnir lentu í slag.

Tommy LeeMYND/Getty

Pamelea sem var kynnir á hátíðinni var að vonum ekki ánægð með uppákomuna en hún sat um tíma í kjöltu Tommy Lees sem eitthvað fór fyrir brjóstið á Kid rock. Þó Kid Rock hafi verið sá sem sló til Tommys þá var það að sögn viðstaddra Tommy sem byrjaði rifrildið og virtist hann vísvitandi reyna að reyta Kid Rock, sem sat tveimur borðum frá, til reiði.

Þegar allt stefndi í óefni náðu öryggisverðir að skerast í leikinn og stöðva slagsmálin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.