Fleiri fréttir

City fékk Haaland á mesta afslætti sögunnar samkvæmt úttekt

Það voru mörg stórlið á eftir norska framherjanum Erling Braut Haaland en á endanum voru það verðandi Englandsmeistarar Manchester City sem höfðu betur í því kapphlaupi eins og þeir eru að gera væntanlega í kapphlaupinu um enska titilinn í ár.

Coutinho nær samkomulagi við Villa

Philippe Coutinho er sagður hafa náð samkomulagi við Aston Villa um kaup og kjör til að gera félagaskipti hans frá Barcelona til Villa varanleg.

Styttir sumarfrí leikmanna Manchester United

Erik ten Hag hefur ákveðið að stytta sumarfrí leikmanna Manchester United um tvær vikur. Hann telur sig þurfa meiri tíma til að bæta líkamlegt hreysti leikmannanna.

Conte skýtur til baka á Klopp

Antonio Conte gaf lítið fyrir gagnrýni Jürgen Klopp á leikstíl hans liðs í 1-1 jafntefli Tottenham og Liverpool um síðustu helgi en þau úrslit gætu skilið á milli Liverpool og Englandsmeistaratitilsins.

„Risa úrslit og risa frammistaða“

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega kátur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann hrósaði liðinu sérstaklega fyrir það hvernig þeir brugðust við því að lenda undir snemma leiks.

Fernudraumur Liverpool lifir enn eftir endurkomusigur

Liverpool vann mikilvægan 2-1 endurkomusigur er liðið heimsótti Steven Gerrard og lærisveina hans í Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum lyfti liðið sér upp að hlið Manchester City á toppi deildarinnar.

Bauð tíu ára flóttamanni á æfingu með Englandsmeisturunum

Knattspyrnumaðurinn Oleksandr Zinchenko, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, segist hafa boðið tíu ára úkraínskum strák sem þurfti að flýja heimaland sitt eftir innrás Rússa á æfingu með liðinu svo drengurinn gæti gleymt áhyggjum sínum um stund.

Klopp: Liverpool getur enn orðið enskur meistari

Liverpool er þremur stigum á eftir Manchester City eftir leiki helgarinnar og búið að missa forskot sitt í markatölu. Liverpool tapaði stigum á móti Tottenham á sama tíma og City rúllaði upp Newcastle.

Klopp: „Þessi kaup munu setja ný viðmið“

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það ekki eiga að koma á óvart að Manchester City haldi áfram að þróast sem knattspyrnulið. Kaup á Erling Haaland setji hins vegar ný viðmið.

Búnir að landa Haaland en Pogba sagði nei

Ekkert virðist lengur geta komið í veg fyrir að Manchester City fái norska stjörnuframherjann Erling Braut Haaland í sínar raðir í sumar. Paul Pogba hafnaði hins vegar tilboði félagsins.

Chelsea búið að samþykkja nýja eigendur

Búið er að ná samkomulagi um nýtt eignarhald á enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea eftir að félagið var tekið af fyrrum eiganda þess, Rússanum Roman Abramovich í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.

Tammy skaut Roma í úrslit

Tammy Abraham skaut Roma í úrslit Sambandsdeildar Evrópu en liðið vann 1-0 sigur á Leicester City í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. Marseille og Feyenoord gerðu markalaust jafntefli sem þýðir að Feyenoord er komið í úrslit eftir 3-2 sigur í fyrri leiknum.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.