Enski boltinn

Man City að blanda sér í kapphlaupið um Paul Pogba

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Heimsmeistari.
Heimsmeistari. vísir/getty

Franski miðjumaðurinn Paul Pogba mun mögulega ekki þurfa að flytjast búferlum þó hann yfirgefi að öllum líkindum Manchester United í sumar.

Samningur þessa 29 ára gamla leikmanns er að renna út í sumar og ljóst að mörg af stærstu félögum heims munu reyna að klófesta kappann.

Hafa Real Madrid og PSG helst verið nefnd til sögunnar hingað til.

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að nágrannar Man Utd í Man City renni nú hýru auga til Pogba en ljóst er að Pep Guardiola mun leitast eftir því að styrkja miðsvæðið hjá liðinu þar sem brasilíski miðjumaðurinn Fernandinho er til að mynda á förum.

Man City er ekki tilbúið að punga út þeim 100 milljónum punda sem West Ham vill fá fyrir Declan Rice og það að fá Pogba án greiðslu gæti reynst Englandsmeisturunum ansi vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×