„Risa úrslit og risa frammistaða“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. maí 2022 22:30 Jürgen Klopp gat leyft sér að fagna í leikslok. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega kátur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann hrósaði liðinu sérstaklega fyrir það hvernig þeir brugðust við því að lenda undir snemma leiks. „Þetta voru risa úrslit og risa frammistaða. Eftir alla þessa leiki sem við erum búnir að spila og við byrjuðum ekki vel í kvöld. Við þurftum smá tíma til að aðlagast, en brugðumst vel við þegar við lentum 1-0 undir,“ sagði Þjóðverjinn í leikslok. „Við getum ekki gert meira en að vinna leikina. Ég er viss um að mikið af fólki hafi búist við því að þetta yrði erfitt fyrir okkur, en að sjá hvernig strákarnir tókust á við þetta var algjörlega framúrskarandi. Næst er það bikarúrslitaleikur á laugardaginn og við verðum klárir í hann.“ Eins og áður segir þá tóku heimamenn í Aston Villa forystuna snemma leiks. Í aðdraganda marksins var þó nokkuð augljós rangstaða sem ekkert var dæmt á og Klopp lét óánægju sína með þá ákvörðun í ljós. „Ef þið haldið að þetta sé eitthvað sem ég tala bara um þegar við töpum. Þetta er vandamál sem þarf að leysa. Þetta var augljós rangstaða en leikurinn var bara látinn halda áfram og við vorum undir pressu á þessu augnabliki. VAR hafði ekki áhrif á úrslitin í dag, en við þurfum í alvöru að fara að velta því fyrir okkur hvernig við leysum þetta vandamál.“ Þrátt fyrir góð úrslit og góða frammistöðu liðsins þá voru þó slæmar fréttir fyrir Klopp þegar Fabinho þurfti að fara af velli eftir aðeins hálftíma leik vegna meiðsla. „Hann fann fyrir einhverju og það eru slæmar fréttir fyrir okkur. Vonandi er þetta ekki alvarlegt, en við vitum það ekki.“ Að lokum var stjórinn spurður út í manninn sem skoraði sigurmark kvöldsins, Sadio Mané, en hann hefur nú skorað 15 deildarmörk á tímabilinu. „Hann er vél, ég sagði honum það strax eftir leikinn. Hann er magnaður leikmaður. Hann hefur blöndu af tækni, löngun og líkamlegum styrk. Þetta var frábært mark og hann er frábær. Heimsklassa leikmaður,“ sagði kátur Klopp að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Fernudraumur Liverpool lifir enn eftir endurkomusigur Liverpool vann mikilvægan 2-1 endurkomusigur er liðið heimsótti Steven Gerrard og lærisveina hans í Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum lyfti liðið sér upp að hlið Manchester City á toppi deildarinnar. 10. maí 2022 20:54 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira
„Þetta voru risa úrslit og risa frammistaða. Eftir alla þessa leiki sem við erum búnir að spila og við byrjuðum ekki vel í kvöld. Við þurftum smá tíma til að aðlagast, en brugðumst vel við þegar við lentum 1-0 undir,“ sagði Þjóðverjinn í leikslok. „Við getum ekki gert meira en að vinna leikina. Ég er viss um að mikið af fólki hafi búist við því að þetta yrði erfitt fyrir okkur, en að sjá hvernig strákarnir tókust á við þetta var algjörlega framúrskarandi. Næst er það bikarúrslitaleikur á laugardaginn og við verðum klárir í hann.“ Eins og áður segir þá tóku heimamenn í Aston Villa forystuna snemma leiks. Í aðdraganda marksins var þó nokkuð augljós rangstaða sem ekkert var dæmt á og Klopp lét óánægju sína með þá ákvörðun í ljós. „Ef þið haldið að þetta sé eitthvað sem ég tala bara um þegar við töpum. Þetta er vandamál sem þarf að leysa. Þetta var augljós rangstaða en leikurinn var bara látinn halda áfram og við vorum undir pressu á þessu augnabliki. VAR hafði ekki áhrif á úrslitin í dag, en við þurfum í alvöru að fara að velta því fyrir okkur hvernig við leysum þetta vandamál.“ Þrátt fyrir góð úrslit og góða frammistöðu liðsins þá voru þó slæmar fréttir fyrir Klopp þegar Fabinho þurfti að fara af velli eftir aðeins hálftíma leik vegna meiðsla. „Hann fann fyrir einhverju og það eru slæmar fréttir fyrir okkur. Vonandi er þetta ekki alvarlegt, en við vitum það ekki.“ Að lokum var stjórinn spurður út í manninn sem skoraði sigurmark kvöldsins, Sadio Mané, en hann hefur nú skorað 15 deildarmörk á tímabilinu. „Hann er vél, ég sagði honum það strax eftir leikinn. Hann er magnaður leikmaður. Hann hefur blöndu af tækni, löngun og líkamlegum styrk. Þetta var frábært mark og hann er frábær. Heimsklassa leikmaður,“ sagði kátur Klopp að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fernudraumur Liverpool lifir enn eftir endurkomusigur Liverpool vann mikilvægan 2-1 endurkomusigur er liðið heimsótti Steven Gerrard og lærisveina hans í Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum lyfti liðið sér upp að hlið Manchester City á toppi deildarinnar. 10. maí 2022 20:54 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira
Fernudraumur Liverpool lifir enn eftir endurkomusigur Liverpool vann mikilvægan 2-1 endurkomusigur er liðið heimsótti Steven Gerrard og lærisveina hans í Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum lyfti liðið sér upp að hlið Manchester City á toppi deildarinnar. 10. maí 2022 20:54