Enski boltinn

Middlesbrough missti af möguleikanum á umspili

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Luton verður með í umspilinu.
Luton verður með í umspilinu. vísir/Getty

Lokaumferð ensku B-deildarinnar í fótbolta fór fram í dag.

Úrslit bæði á toppi og botni voru ráðin fyrir lokaumferðina þar sem Fulham og Bournemouth höfðu tryggt sér efstu tvö sætin sem veita keppnisrétt í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Þá voru Derby County, Peterborough og Barnsley fallin fyrir leik dagsins.

Mesta spennan var í tengslum við umspilssætin; það er sæti frá 3-6 en þau lið fara i umspil þar sem eitt lið getur unnið sér sæti í úrvalsdeildinni.

Middlesbrough, í sjöunda sæti, átti veika von um að skáka annað hvort Luton eða Sheffield United sem voru í fimmta og sjötta sæti þegar kom að lokaumferðinni.

Middlesbrough steinlág hins vegar fyrir Preston, 4-1, á sama tíma og Sheffield United og Luton unnu sína leiki.

Í undanúrslitum umspilsins munu því mætast annars vegar Huddersfield og Luton og hins vegar Nottingham Forest og Sheffield United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×