Enski boltinn

Conte skýtur til baka á Klopp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp faðmar Antonio Conte fyrir jafnteflisleik Liverpool og Tottenham á Anfield um síðustu helgi.
Jürgen Klopp faðmar Antonio Conte fyrir jafnteflisleik Liverpool og Tottenham á Anfield um síðustu helgi. Getty/Andrew Powell

Antonio Conte gaf lítið fyrir gagnrýni Jürgen Klopp á leikstíl hans liðs í 1-1 jafntefli Tottenham og Liverpool um síðustu helgi en þau úrslit gætu skilið á milli Liverpool og Englandsmeistaratitilsins.

Klopp var ekki hrifinn af leikstíl Totttenham í leiknum en lærisveinar Conte duttu aftarlega á völlinn og beittu síðan skyndisóknum.

Klopp sagði að hann gæti aldrei látið sitt lið spila fótbolta eins og Tottenham þegar liðið er uppfullt af frábærum fótboltamönnum.

Conte vart spurður út í þessi ummæli á blaðamannafundi.

„Ef það var eitthvað lið á vellinum sem átti skilið að vinna eða skapaði færin til að vinna þá var það Tottenham en ekki Liverpool,“ sagði Antonio Conte blákalt á fundinum.

„Það er mitt mat á þessum leik og ég held að Klopp hafi líka gert sér grein fyrir því að hann vann sér inn eitt stig en tapaði ekki tveimur stigum,“ sagði Conte.

„Á sama tíma þá tel ég að Jürgen sé gáfaður maður og það var mjög greinilegt að hann var svolítið pirraður eftir leikinn. Fyrir okkur báða og alla toppstjóra þá er mikilvægt að læra af hverjum leik og einbeita sér að sínu eigin liði en ekki mótherjanum,“ sagði Conte.

„Ef þú einbeitir þér að andstæðingnum þá þýðir það að þú ert bara að leita að afsökun af því að hlutirnir gengu ekki upp eða eitthvað klikkaði hjá þér,“ sagði Conte eins og sjá má hér að ofan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.