Umfjöllun: Man City - Newcastle 5-0 | Manchester City lagaði markatölu sína töluvert

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raheem Sterling skorar hér fyrra mark Manchester City í sigri liðsins á móti Newcastle United í dag. 
Raheem Sterling skorar hér fyrra mark Manchester City í sigri liðsins á móti Newcastle United í dag.  Vísir/Getty

Raheem Sterling braut ísinn fyrir Manchester City duttu með snotru skallamarki eftir fyrirgjöf Joao Cancelo. 

Aymeric Laporte tvöfaldaði svo forystu Manchester City þegar hann skoraði með skoti af stuttu færi. Rodri bætti svo þriðja marki Manchester City við þegar hann skallaði hornspyrnu Kevin De Bruyne með hnitmiðuðum hætti í nærhornið.

Phil Foden og Raheem Sterling innsigluðu síðan sigur Manchester City með mörkum sínum í uppbótartíma leiksins. 

Foden, sem kom inná sem varamaður í leiknum, skoraði eftir góðan undirbúning Jack Grealish og stoðsendingu Kevin De Bruyne. 

Sterling skoraði svo annað mark sitt í leiknum en Grealish átti þá annan góðan sprett upp vinstri vænginn og lagði boltann á Sterling eftir laglegt samspil við Foden.  

Manchester City náði þriggja stiga forystu á Liverpool með þessum sigri en ríkjandi meistarar eru einnig komnir með fjórum mörkum betri markatölu en keppinautur sinn í titilbaráttunni þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinnni.  

Í þremur síðustu umferðum deildarinnar mætir Manchester City Wolves, West Ham og Aston Villa á meðan Liverpool leikur við Aston Villa, Southampton og Wolves. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira