Enski boltinn

Evra segir að leikmenn West Ham hafi ekki viljað fara í sturtu með hommum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Swansea City v West Ham United - Premier League SWANSEA, WALES - MARCH 03: Patrice Evra of West Ham United arrives prior to the Premier League match between Swansea City and West Ham United at Liberty Stadium on March 3, 2018 in Swansea, Wales. (Photo by Christopher Lee/Getty Images)
Swansea City v West Ham United - Premier League SWANSEA, WALES - MARCH 03: Patrice Evra of West Ham United arrives prior to the Premier League match between Swansea City and West Ham United at Liberty Stadium on March 3, 2018 in Swansea, Wales. (Photo by Christopher Lee/Getty Images)

Patrice Evra hefur greint frá því að nokkrir fyrrverandi samherjar sínir hjá West Ham United hafi ekki viljað hafa samkynhneigða leikmenn hjá félaginu.

Evra lék nokkra leiki með West Ham áður en hann lagði skóna á hilluna 2018. Í hlaðvarpinu Mid Point sem Gabby Logan stýrir sagði hann frá miður fallegu viðhorfi sumra leikmanna West Ham til homma.

„Það er eins og þú getir ekki verið samkynhneigður leikmaður, þá brjálast fólk,“ sagði Evra. 

„Til dæmis þegar ég var að spila með West Ham kom einhver frá enska knattspyrnusambandinu og sagði að það yrði að samþykkja alla. Þá sögðu nokkrir leikmenn: nei, ef samherjar mínir eru hommar þurfa þeir að fara og ég vil ekki fara í sturtu með þeim. Þá stóð ég upp og sagði þeim að halda kjafti. Enn eru ekki allir samþykktir. Fótboltaheimurinn er ekki nógu víðsýnn sem er synd.“

Evra hefur þegar sagt að hann hafi spilað með tveimur hommum hjá öllum félögum sem hann var hjá og fyrrverandi leikmenn sem eru samkynhneigðir hafi tjáð honum að þeir hafi ekki þorað að koma út úr skápnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×