Fleiri fréttir Lampard gerði gæfumuninn Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, segir að Frank Lampard hafi gert gæfumuninn fyrir Chelsea í leik liðana í dag. Eftir leiki dagsins situr Chelsea í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en það var Lampard sem skoraði eina markið í umræddum leik. 25.8.2007 19:04 Jafntefli á Goodison Park Everton og Blackburn gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Jöfnunarmark James McFadden á 78. mínútu kom í veg fyrir sigur Blackburn en Roque Santa Cruz hafði komið þeim yfir í leiknum. 25.8.2007 18:34 Sammy Lee: Mikill gleðidagur Sæti Sammy Lee, knattspyrnustjóra Bolton, kólnaði til muna í dag þegar liðið vann stórsigur á Reading 3-0. Þetta eru fyrstu stig Bolton á tímabilinu en Sammy Lee var að vonum hæstánægður með sigurinn. 25.8.2007 18:06 Wenger: Vissi að við myndum skora Cesc Fabregas varð fyrstur til að ná að skora á móti Manchester City. Hann skoraði eina markið þegar Arsenal vann 1-0 heimasigur gegn City í dag en Lundúnaliðið er nú komið með sjö stig í deildinni. Fyrir leikinn hafði City unnið alla þrjá leiki sína. 25.8.2007 17:45 Sir Alex: Við vinnum á morgun Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er viss um að sínir menn nái að leggja Tottenham á morgun. „Gæðin í okkar leik munu verða til þess að við fáum öll stigin á sunnudag," sagði Ferguson en leikurinn verður á Old Trafford. 25.8.2007 16:46 Úrslitin úr enska boltanum Það var skorað í öllum þeim leikjum sem lokið er í ensku úrvalsdeildinni. Sammy Lee, knattspyrnustjóri Bolton, getur farið að anda aðeins léttar því liðið vann sín fyrstu stig í deildinni þegar það sigraði Íslendingaliðið Reading 3-0. 25.8.2007 16:00 Keane: Liverpool getur unnið deildina Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland, segir að Liverpool eigi góða möguleika á að hampa enska meistaratitlinum í ár. Liverpool hefur aldrei orðið meistari síðan enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar en Keane segir að nú gæti orðið breyting á. 25.8.2007 15:20 Neyðist Tottenham til að selja Defoe? Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að félagið gæti neyðst til að selja sóknarmanninn Jermain Defoe ef hann skrifar ekki undir nýjan samning við félagið. Núverandi samningur Defoe rennur út sumarið 2008. 25.8.2007 15:08 Spáð í spilin: Everton - Blackburn Leikur Everton og Blackburn er lokaleikur dagsins í enska boltanum en hann hefst klukkan 16:15 og verður í beinni útsendingu á Sýn 2. Everton hefur byrjað tímabilið ágætlega og er í fjórða sæti með sex stig eftir þrjá leiki. 25.8.2007 14:56 Hálfleikstölur í enska boltanum Nú er kominn hálfleikur í þeim leikjum í ensku úrvalsdeildinni sem hófust klukkan 14. Chelsea er yfir gegn Portsmouth eftir mark frá Frank Lampard en markalaust er í leik Arsenal og Manchester City. 25.8.2007 14:45 Albert Luque á leið til Ajax Newcastle hefur staðfest að félagið hafi náð samkomulagi við Ajax um sölu á spænska sóknarmanninum Albert Luque. Árið 2005 gekk Luque til liðs við Newcastle frá Deportivo La Coruna. 25.8.2007 13:57 Liverpool lagði Sunderland Liverpool er komið með sjö stig eftir þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann Sunderland í dag. Leikurinn á Stadium of Light fór 2-0 fyrir gestunum. Momo Sissoko skoraði í fyrri hálfleik og Andriy Voronin gerði síðan út um leikinn í þeim síðari. 25.8.2007 13:44 Anelka vill toppbaráttu Nicolas Anelka, sóknarmaður Bolton, er að hugsa sér til hreyfings. Lið hans hefur byrjað deildina mjög illa og tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa. Í sumar var Anelka, sem er 28 ára, orðaður við fjölda liða. 25.8.2007 13:32 Spáð í spilin: West Ham - Wigan West Ham tekur á móti Wigan sem hefur komið á óvart með góðri frammistöðu það sem af er móti. Íslendingaliðið West Ham er í 15. sæti með þrjú stig úr tveimur leikjum en liðið sigraði Birmingham um síðustu helgi. 25.8.2007 13:10 Spáð í spilin: Derby - Birmingham Derby tekur á móti Birmingham í nýliðaslag. Þessi lið komust bæði úr fyrstu deildinni síðastliðið vor og ætti slagurinn að verða jafn. Liðin verma 18. og 19. sæti deildarinnar með eitt stig hvort eftir þrjá leiki. 25.8.2007 13:01 Spáð í spilin: Chelsea - Portsmouth Chelsea tekur á móti Portsmouth á Stamford Bridge. Chelsea er í öðru sæti deildarinar með sjö stig eftir þrjá leiki. Liðið hefur ekki ennþá tapað leik en hefur lent undir í öllum þremur leikjum sínum. 25.8.2007 12:52 Spáð í spilin: Bolton - Reading Það verður Íslendingaslagur þegar Bolton tekur á móti Reading klukkan 14. Sammy Lee hefur farið hræðilega af stað með Bolton liðið eftir að hafa fengið tólf nýja leikmenn til liðsins, en liðið hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni og situr á botninum. 25.8.2007 12:43 Liverpool yfir í hálfleik Liverpool hefur verðskuldaða forystu gegn Sunderland í hálfleik en staðan er 1-0. Leikurinn fer fram á heimavelli Sunderland. Momo Sissoko skoraði eina mark fyrri hálfleiksins eftir fallega sókn Liverpool en þetta er fyrsta mark hans fyrir félagið. 25.8.2007 12:34 Adriano til City? Sven Göran Eriksson, knattspyrnustjóri Manchester City, hringdi í Roberto Mancini til að spyrjast fyrir um brasilíska sóknarmanninn Adriano. Mancini er núverandi stjóri Ítalíumeistara Inter en hann var á sínum tíma aðstoðarmaður Eriksson hjá Lazio. 25.8.2007 12:25 Spáð í spilin: Aston Villa - Fulham Aston Villa tekur á móti Fulham í dag. Villa hefur aðeins nælt sér í eitt stig af sex mögulegum það sem af er tímabils, en liðið tapaði fyrir Liverpool á Villa Park í fyrstu umferðinni og gerði svo marklaust jafntefli við Newcastle á útivelli. Fulham hefur heldur ekki staðið sig vel en liðið er með þrjú stig af níu mögulegum. 25.8.2007 12:16 Spáð í spilin: Arsenal - Man. City Það verður ansi athyglisverður leikur á Emirates vellinum klukkan tvö þegar Arsenal tekur á móti toppliði Manchester City. Arsenal var ekki spáð mjög góðu gengi fyrir tímabilið eftir að hafa selt Thierry Henry til Barcelona í sumar. 25.8.2007 11:53 Benítez: Keane gæti komist í fremstu röð Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, trúir því að Roy Keane, kollegi sinn hjá Sunderland, gæti orðið frábær stjóri. Sunderland og Liverpool eru að fara að mætast í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni en flautað verður til leiks klukkan 11:45. 25.8.2007 11:14 Dýrmæt reynsla fyrir Walcott Sven Göran Eriksson segir að enska knattspyrnusambandið ætti að vera honum þakklátt fyrir að taka Theo Walcott með á heimsmeistaramótið á síðasta ári. Sá sænski var víða gagnrýndur fyrir að velja Walcott í enska landsliðshópinn frekar en Jermain Defoe hjá Tottenham. 25.8.2007 11:01 Sóknarmaður QPR lést í bílslysi Búið er að fresta leik Burnley og Queens Park Rangers í ensku 1. deildinni sem fram átti að fara í dag. Ungur og efnilegur sóknarmaður QPR, Ray Jones, lét lífið í bílslysi rétt eftir miðnætti í gærkvöld. 25.8.2007 10:38 Spáð í spilin: Sunderland - Liverpool Sunderland og Liverpool eigast við í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni sem hefst 11:45. Þetta er fyrsti leikur 4. umferðar. Roy Keane og lærisveinar hans í Sunderland eru um miðja deild eftir ágæta byrjun með fjögur stig eftir þrjá leiki. Liverpool er einnig með fjögur stig um miðja deild en liðið hefur aðeins leikið tvo leiki. 25.8.2007 10:21 Pressa á Viduka að skora Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Newcastle, hefur sett pressu á Mark Viduka að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið í nágrannaslagnum gegn Middlesbrough á morgun. Þessi 31. árs ástralski leikmaður er að fara að leika gegn sínum fyrrum félögum en hann lék með Middlesbrough. 25.8.2007 10:05 United mun ekki kaupa Berbatov Manchester United hefur neitað þeim fregnum að félagið hafi haft samband við Tottenham vegna hugsanlegra kaupa á sóknarmanninum Dimitar Berbatov. Umboðsmaður leikmannsins sagði í gær að United hefði haft samband við Tottenham og lýst því yfir að félagið vildi fá Berbatov. 25.8.2007 09:42 Keane vorkennir dómurunum Enskir dómarar, sem hafa legið undir þungri gagnrýni undanfarið fyrir frammistöðu sína, hafa nú fengið stuðning úr óvæntri átt. Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland, sem fór engum silkihönskum um dómara á leikmannaferli sínum, hefur látið hafa það eftir sér að hann vorkenni dómurunum. 25.8.2007 08:53 United vill fá Berbatov Umboðsmaður Dimitar Berbatov, Emil Danchev, segir að Manchester United hafi spurst fyrir um leikmanninn. Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham viðurkennir að fyrirspurn hafi borist um leikmanninn. Bæði Jol og Berbatov hafa þó þvertekið fyrir það að leikmaðurinn sé á förum frá liðinu. Jol gekk svo langt að segja að hann myndi frekar deyja en að selja Berbatov. 24.8.2007 20:41 Steve Bruce biður Halsey afsökunar Steve Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham, hefur beðið dómarann Mark Halsey afsökunar á að hafa gagnrýnt hann fyrir að hafa dæmt vítaspyrnu þegar Colin Doyle felldi Craig Bellamy í leik Birmingham og West Ham um síðustu helgi. Mark Noble skoraði úr vítinu og trygði West Ham sigur, 1-0. Eftir að hafa skoðað atvikið betur viðurkennir Bruce að hann hafi haft rangt fyrir sér. 24.8.2007 18:00 City ætlar að gera Richards að launahæsta leikmanni liðsins Manchester City ætlar að bjóða varnarmanninum unga, Micah Richards, nýjan samning í næstu viku sem gerir hann að hæstlaunaðasta leikmanni félagsins. City grípur til þessa ráðs til að halda Manchester United og Chelsea frá leikmanninum. Samningurinn er sagður vera til fjögurra ára og mun tryggja Richards 50 þúsund punda á viku, eða 6,5 milljónir íslenskra króna. 24.8.2007 17:25 Andy Cole skrifar undir hjá Sunderland Gamla kempan Andy Cole hefur skrifað undir eins árs samning við Sunderland og spilar því undir stjórn fyrrverandi liðsfélaga sínum úr Manchester United, Roy Keane. Sunderland fær leikmanninn frítt því að Cole var leystur undan samningi hjá Portsmouth fyrr í sumar. Ekki nóg með það að Roy Keane sé fyrir hjá félaginu þá er Dwight Yorke einnig hjá félaginu, en þeir tveir mynduðu baneitrað sóknarteymi hjá United á seinni hluta síðustu aldar. 24.8.2007 16:24 Lee kennir Allardyce um slæmt gengi Bolton Sammy Lee, knattspyrnustjóri Bolton, segir að hann eigi enga sök á lélegu gengi liðsins það sem af er leiktíðar. Hann heldur því fram að vandamálin séu sök Sam Allardyce, fyrrverandi knattspyrnustjóra liðsins. Allardyce sagði upp þegar aðeins tveir leikir voru eftir af síðasta tímabili og þá tók Lee við stjórnartaumunum, en hann var aðstoðarþjálfari hjá félaginu. 24.8.2007 15:34 Leikmaður Stoke dæmdur í fangelsi Vincent Pericard, leikmaður Stoke City sem um tíma var í eigu íslenskra fjárfesta, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur og að ljúga því að lögreglumönnum að sjúpfaðir sinn hefði verið undir stýri þegar hraðamyndavélar gripu leikmanninn glóðvolgann. 24.8.2007 14:03 Video: Heinze og Robben kynntir fyrir stuðningsmönnum Real Madrid Seinni partinn í gær voru þeir Gabriel Heinze og Arjen Robben kynntir fyrir stuðningsmönnum Real Madrid. Argentínumaðurinn Heinze, sem kom frá Manchester United og Hollendingurinn Robben, sem kom frá Chelsea léku listir sínir fyrir stuðningsmenninna, sem voru nokkur þúsund talsins á Bernabeu í gær og sátu fyrir hjá ljósmyndurum. Myndband frá kynningunni má sjá hér. 24.8.2007 13:21 Everton flytur frá Liverpool Stjórn enska knattspyrnufélagsins Everton hefur ákveðið að nýr heimavöllur félagsins verði byggður í smábænum Kirkby, rétt fyrir utan Liverpool. Ákvörðunin var tekin eftir að tæp 60 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu stuðningsmanna félagsins samþykktu áætlanir stjórnarinnar. Stjórnin hafði áður gefið það út að ef tillögunni hefði verið hafnað af stuðningsmönnum hefði ný staðsetning verið fundinn. 24.8.2007 11:26 United rannsaka meint ólögleg samskipti Heinze og Liverpool Manchester United hefur hafið rannsókn á því hvort Liverpool hafi haft ólögleg samskipti við argentínska varnarmanninn Gabriel Heinze. United neitaði að selja Heinze til Liverpoll þrátt fyrir að þeir síðarnefndu hafi boðið þá upphæð sem United fór fram á fyrir leikmanninn. Síðan þá hefur Heinze verið seldur til Real Madrid fyrir 8 milljónir punda. 24.8.2007 10:16 Video: Beckham trylltist eftir gróft brot Það varð allt vitlaust í leik Los Angeles Galaxy og Chivas USA í bandaríska fótboltanum í gær. Lætin byrjuðu eftir grófa tæklingu Jessie Marsch á David Beckham en March sparkaði í síðuna á honum. Beckham brást þá ókvæða við og rauk í Marsch. Fjöldi leikmanna þurfti að stía þá í sundur en fyrr en varir voru tveir leikmenn komnir með rauða spjaldið. Leikurinn endaði 3-0 fyrir Chivas. 24.8.2007 09:28 Luque vill fara til Real Betis Albert Luque, framherji Newcastle, hefur mikinn áhuga á að komast að hjá Real Betis og ganga þar með í lið með fyrrverandi þjálfara sínum, Hector Cuper, en sá þjálfaði einmitt Luque þegar hann spilaði með Mallorca. Rafael Luque, faðir og umboðsmaður leikmannsins, er sagður hafa átt fund með Manuel Ruiz de Lopera, forseta Betis og rætt við hann um möguleg félagsskipti sonarins. 23.8.2007 21:03 Dynamo Kiev vill fá Schevchenko Dynamo Kiev frá Úkraínu vilja fá Andriy Schevchenko á láni frá Chelsea út tímabilið. Forseti Dynamo, Igor Surkis, greindi frá þessu á heimasíðu félagsins. Surkis segist ekki vera hissa á að Schevchenko hafi ekki náð sama árangri hjá Chelsea og hann gerði hjá Dynamo og AC Milan. 23.8.2007 19:43 Jol fær 100% stuðning frá Levy Framtíð Martin Jol, knattspyrnustjóra Tottenham, hefur verið mikið í umræðunni í kjölfar þess að liðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, segir þó að Jol þurfi ekki að hafa áhyggjur því að hann styðji 100% við bakið á honum. 23.8.2007 18:46 Mendieta á sér enga framtíð hjá Middlesbrough Forráðamenn Middlesbrough hafa gefið það út að Gaizka Mendieta eigi sér enga framtíð hjá klúbbnum. Mendieta sagði í dag að hann vildi hjálpa liðinu og að hann vildi fá tækifæri til að sýna hvað í sér býr. Hann tók einnig fram að engar viðræður hefðu átt sér stað á milli hans og Middlesbrough um að hann væri á leið frá félaginu. 23.8.2007 18:07 Jens Lehmann frá vegna meiðsla næstu tvær vikur Jens Lehmann, markvörður Arsenal og þýska landsliðsins, verður frá vegna meiðsla á hásin næstu tvær vikur að minnsta kosti. Lehman mun missa af deildarleikjum gegn Manchester City og Portsmouth auk þess að hann missir af seinni leiknum gegn Sparta Prague í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 23.8.2007 16:54 Sammy Lee er hræddur um að missa Diouf og Anelka Sammy Lee, knattspyrnustjóri Bolton, viðurkennir að hann sé hræddur um að Nicolas Anelka og El-Hadji Diouf yfirgefi félagið áður en leikmannaglugginn lokar þann 31. ágúst. Diouf hefur gefið það út að hann vilji spila með liði sem er í Meistaradeild Evrópu eða liði sem hefur metnað til að spila þar á næsta ári. Þá hafa verið þrálátar sögusagnir um að Anelka sé óánægður, en hann hefur verið orðaður við Arsenal, Manchester United og Lyon. 23.8.2007 15:39 Fótboltaliði frá Palestínu meinað að koma til Englands Úrvalslið ungra palestínskra knattspyrnumanna hefur þurft að falla frá fyrirhugaðri keppnis og æfingaferð til Englands þar sem óttast er að leikmenn liðsins muni óska eftir pólitísku hæli í landinu. 23.8.2007 15:31 Sjá næstu 50 fréttir
Lampard gerði gæfumuninn Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, segir að Frank Lampard hafi gert gæfumuninn fyrir Chelsea í leik liðana í dag. Eftir leiki dagsins situr Chelsea í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en það var Lampard sem skoraði eina markið í umræddum leik. 25.8.2007 19:04
Jafntefli á Goodison Park Everton og Blackburn gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Jöfnunarmark James McFadden á 78. mínútu kom í veg fyrir sigur Blackburn en Roque Santa Cruz hafði komið þeim yfir í leiknum. 25.8.2007 18:34
Sammy Lee: Mikill gleðidagur Sæti Sammy Lee, knattspyrnustjóra Bolton, kólnaði til muna í dag þegar liðið vann stórsigur á Reading 3-0. Þetta eru fyrstu stig Bolton á tímabilinu en Sammy Lee var að vonum hæstánægður með sigurinn. 25.8.2007 18:06
Wenger: Vissi að við myndum skora Cesc Fabregas varð fyrstur til að ná að skora á móti Manchester City. Hann skoraði eina markið þegar Arsenal vann 1-0 heimasigur gegn City í dag en Lundúnaliðið er nú komið með sjö stig í deildinni. Fyrir leikinn hafði City unnið alla þrjá leiki sína. 25.8.2007 17:45
Sir Alex: Við vinnum á morgun Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er viss um að sínir menn nái að leggja Tottenham á morgun. „Gæðin í okkar leik munu verða til þess að við fáum öll stigin á sunnudag," sagði Ferguson en leikurinn verður á Old Trafford. 25.8.2007 16:46
Úrslitin úr enska boltanum Það var skorað í öllum þeim leikjum sem lokið er í ensku úrvalsdeildinni. Sammy Lee, knattspyrnustjóri Bolton, getur farið að anda aðeins léttar því liðið vann sín fyrstu stig í deildinni þegar það sigraði Íslendingaliðið Reading 3-0. 25.8.2007 16:00
Keane: Liverpool getur unnið deildina Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland, segir að Liverpool eigi góða möguleika á að hampa enska meistaratitlinum í ár. Liverpool hefur aldrei orðið meistari síðan enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar en Keane segir að nú gæti orðið breyting á. 25.8.2007 15:20
Neyðist Tottenham til að selja Defoe? Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að félagið gæti neyðst til að selja sóknarmanninn Jermain Defoe ef hann skrifar ekki undir nýjan samning við félagið. Núverandi samningur Defoe rennur út sumarið 2008. 25.8.2007 15:08
Spáð í spilin: Everton - Blackburn Leikur Everton og Blackburn er lokaleikur dagsins í enska boltanum en hann hefst klukkan 16:15 og verður í beinni útsendingu á Sýn 2. Everton hefur byrjað tímabilið ágætlega og er í fjórða sæti með sex stig eftir þrjá leiki. 25.8.2007 14:56
Hálfleikstölur í enska boltanum Nú er kominn hálfleikur í þeim leikjum í ensku úrvalsdeildinni sem hófust klukkan 14. Chelsea er yfir gegn Portsmouth eftir mark frá Frank Lampard en markalaust er í leik Arsenal og Manchester City. 25.8.2007 14:45
Albert Luque á leið til Ajax Newcastle hefur staðfest að félagið hafi náð samkomulagi við Ajax um sölu á spænska sóknarmanninum Albert Luque. Árið 2005 gekk Luque til liðs við Newcastle frá Deportivo La Coruna. 25.8.2007 13:57
Liverpool lagði Sunderland Liverpool er komið með sjö stig eftir þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann Sunderland í dag. Leikurinn á Stadium of Light fór 2-0 fyrir gestunum. Momo Sissoko skoraði í fyrri hálfleik og Andriy Voronin gerði síðan út um leikinn í þeim síðari. 25.8.2007 13:44
Anelka vill toppbaráttu Nicolas Anelka, sóknarmaður Bolton, er að hugsa sér til hreyfings. Lið hans hefur byrjað deildina mjög illa og tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa. Í sumar var Anelka, sem er 28 ára, orðaður við fjölda liða. 25.8.2007 13:32
Spáð í spilin: West Ham - Wigan West Ham tekur á móti Wigan sem hefur komið á óvart með góðri frammistöðu það sem af er móti. Íslendingaliðið West Ham er í 15. sæti með þrjú stig úr tveimur leikjum en liðið sigraði Birmingham um síðustu helgi. 25.8.2007 13:10
Spáð í spilin: Derby - Birmingham Derby tekur á móti Birmingham í nýliðaslag. Þessi lið komust bæði úr fyrstu deildinni síðastliðið vor og ætti slagurinn að verða jafn. Liðin verma 18. og 19. sæti deildarinnar með eitt stig hvort eftir þrjá leiki. 25.8.2007 13:01
Spáð í spilin: Chelsea - Portsmouth Chelsea tekur á móti Portsmouth á Stamford Bridge. Chelsea er í öðru sæti deildarinar með sjö stig eftir þrjá leiki. Liðið hefur ekki ennþá tapað leik en hefur lent undir í öllum þremur leikjum sínum. 25.8.2007 12:52
Spáð í spilin: Bolton - Reading Það verður Íslendingaslagur þegar Bolton tekur á móti Reading klukkan 14. Sammy Lee hefur farið hræðilega af stað með Bolton liðið eftir að hafa fengið tólf nýja leikmenn til liðsins, en liðið hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni og situr á botninum. 25.8.2007 12:43
Liverpool yfir í hálfleik Liverpool hefur verðskuldaða forystu gegn Sunderland í hálfleik en staðan er 1-0. Leikurinn fer fram á heimavelli Sunderland. Momo Sissoko skoraði eina mark fyrri hálfleiksins eftir fallega sókn Liverpool en þetta er fyrsta mark hans fyrir félagið. 25.8.2007 12:34
Adriano til City? Sven Göran Eriksson, knattspyrnustjóri Manchester City, hringdi í Roberto Mancini til að spyrjast fyrir um brasilíska sóknarmanninn Adriano. Mancini er núverandi stjóri Ítalíumeistara Inter en hann var á sínum tíma aðstoðarmaður Eriksson hjá Lazio. 25.8.2007 12:25
Spáð í spilin: Aston Villa - Fulham Aston Villa tekur á móti Fulham í dag. Villa hefur aðeins nælt sér í eitt stig af sex mögulegum það sem af er tímabils, en liðið tapaði fyrir Liverpool á Villa Park í fyrstu umferðinni og gerði svo marklaust jafntefli við Newcastle á útivelli. Fulham hefur heldur ekki staðið sig vel en liðið er með þrjú stig af níu mögulegum. 25.8.2007 12:16
Spáð í spilin: Arsenal - Man. City Það verður ansi athyglisverður leikur á Emirates vellinum klukkan tvö þegar Arsenal tekur á móti toppliði Manchester City. Arsenal var ekki spáð mjög góðu gengi fyrir tímabilið eftir að hafa selt Thierry Henry til Barcelona í sumar. 25.8.2007 11:53
Benítez: Keane gæti komist í fremstu röð Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, trúir því að Roy Keane, kollegi sinn hjá Sunderland, gæti orðið frábær stjóri. Sunderland og Liverpool eru að fara að mætast í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni en flautað verður til leiks klukkan 11:45. 25.8.2007 11:14
Dýrmæt reynsla fyrir Walcott Sven Göran Eriksson segir að enska knattspyrnusambandið ætti að vera honum þakklátt fyrir að taka Theo Walcott með á heimsmeistaramótið á síðasta ári. Sá sænski var víða gagnrýndur fyrir að velja Walcott í enska landsliðshópinn frekar en Jermain Defoe hjá Tottenham. 25.8.2007 11:01
Sóknarmaður QPR lést í bílslysi Búið er að fresta leik Burnley og Queens Park Rangers í ensku 1. deildinni sem fram átti að fara í dag. Ungur og efnilegur sóknarmaður QPR, Ray Jones, lét lífið í bílslysi rétt eftir miðnætti í gærkvöld. 25.8.2007 10:38
Spáð í spilin: Sunderland - Liverpool Sunderland og Liverpool eigast við í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni sem hefst 11:45. Þetta er fyrsti leikur 4. umferðar. Roy Keane og lærisveinar hans í Sunderland eru um miðja deild eftir ágæta byrjun með fjögur stig eftir þrjá leiki. Liverpool er einnig með fjögur stig um miðja deild en liðið hefur aðeins leikið tvo leiki. 25.8.2007 10:21
Pressa á Viduka að skora Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Newcastle, hefur sett pressu á Mark Viduka að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið í nágrannaslagnum gegn Middlesbrough á morgun. Þessi 31. árs ástralski leikmaður er að fara að leika gegn sínum fyrrum félögum en hann lék með Middlesbrough. 25.8.2007 10:05
United mun ekki kaupa Berbatov Manchester United hefur neitað þeim fregnum að félagið hafi haft samband við Tottenham vegna hugsanlegra kaupa á sóknarmanninum Dimitar Berbatov. Umboðsmaður leikmannsins sagði í gær að United hefði haft samband við Tottenham og lýst því yfir að félagið vildi fá Berbatov. 25.8.2007 09:42
Keane vorkennir dómurunum Enskir dómarar, sem hafa legið undir þungri gagnrýni undanfarið fyrir frammistöðu sína, hafa nú fengið stuðning úr óvæntri átt. Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland, sem fór engum silkihönskum um dómara á leikmannaferli sínum, hefur látið hafa það eftir sér að hann vorkenni dómurunum. 25.8.2007 08:53
United vill fá Berbatov Umboðsmaður Dimitar Berbatov, Emil Danchev, segir að Manchester United hafi spurst fyrir um leikmanninn. Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham viðurkennir að fyrirspurn hafi borist um leikmanninn. Bæði Jol og Berbatov hafa þó þvertekið fyrir það að leikmaðurinn sé á förum frá liðinu. Jol gekk svo langt að segja að hann myndi frekar deyja en að selja Berbatov. 24.8.2007 20:41
Steve Bruce biður Halsey afsökunar Steve Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham, hefur beðið dómarann Mark Halsey afsökunar á að hafa gagnrýnt hann fyrir að hafa dæmt vítaspyrnu þegar Colin Doyle felldi Craig Bellamy í leik Birmingham og West Ham um síðustu helgi. Mark Noble skoraði úr vítinu og trygði West Ham sigur, 1-0. Eftir að hafa skoðað atvikið betur viðurkennir Bruce að hann hafi haft rangt fyrir sér. 24.8.2007 18:00
City ætlar að gera Richards að launahæsta leikmanni liðsins Manchester City ætlar að bjóða varnarmanninum unga, Micah Richards, nýjan samning í næstu viku sem gerir hann að hæstlaunaðasta leikmanni félagsins. City grípur til þessa ráðs til að halda Manchester United og Chelsea frá leikmanninum. Samningurinn er sagður vera til fjögurra ára og mun tryggja Richards 50 þúsund punda á viku, eða 6,5 milljónir íslenskra króna. 24.8.2007 17:25
Andy Cole skrifar undir hjá Sunderland Gamla kempan Andy Cole hefur skrifað undir eins árs samning við Sunderland og spilar því undir stjórn fyrrverandi liðsfélaga sínum úr Manchester United, Roy Keane. Sunderland fær leikmanninn frítt því að Cole var leystur undan samningi hjá Portsmouth fyrr í sumar. Ekki nóg með það að Roy Keane sé fyrir hjá félaginu þá er Dwight Yorke einnig hjá félaginu, en þeir tveir mynduðu baneitrað sóknarteymi hjá United á seinni hluta síðustu aldar. 24.8.2007 16:24
Lee kennir Allardyce um slæmt gengi Bolton Sammy Lee, knattspyrnustjóri Bolton, segir að hann eigi enga sök á lélegu gengi liðsins það sem af er leiktíðar. Hann heldur því fram að vandamálin séu sök Sam Allardyce, fyrrverandi knattspyrnustjóra liðsins. Allardyce sagði upp þegar aðeins tveir leikir voru eftir af síðasta tímabili og þá tók Lee við stjórnartaumunum, en hann var aðstoðarþjálfari hjá félaginu. 24.8.2007 15:34
Leikmaður Stoke dæmdur í fangelsi Vincent Pericard, leikmaður Stoke City sem um tíma var í eigu íslenskra fjárfesta, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur og að ljúga því að lögreglumönnum að sjúpfaðir sinn hefði verið undir stýri þegar hraðamyndavélar gripu leikmanninn glóðvolgann. 24.8.2007 14:03
Video: Heinze og Robben kynntir fyrir stuðningsmönnum Real Madrid Seinni partinn í gær voru þeir Gabriel Heinze og Arjen Robben kynntir fyrir stuðningsmönnum Real Madrid. Argentínumaðurinn Heinze, sem kom frá Manchester United og Hollendingurinn Robben, sem kom frá Chelsea léku listir sínir fyrir stuðningsmenninna, sem voru nokkur þúsund talsins á Bernabeu í gær og sátu fyrir hjá ljósmyndurum. Myndband frá kynningunni má sjá hér. 24.8.2007 13:21
Everton flytur frá Liverpool Stjórn enska knattspyrnufélagsins Everton hefur ákveðið að nýr heimavöllur félagsins verði byggður í smábænum Kirkby, rétt fyrir utan Liverpool. Ákvörðunin var tekin eftir að tæp 60 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu stuðningsmanna félagsins samþykktu áætlanir stjórnarinnar. Stjórnin hafði áður gefið það út að ef tillögunni hefði verið hafnað af stuðningsmönnum hefði ný staðsetning verið fundinn. 24.8.2007 11:26
United rannsaka meint ólögleg samskipti Heinze og Liverpool Manchester United hefur hafið rannsókn á því hvort Liverpool hafi haft ólögleg samskipti við argentínska varnarmanninn Gabriel Heinze. United neitaði að selja Heinze til Liverpoll þrátt fyrir að þeir síðarnefndu hafi boðið þá upphæð sem United fór fram á fyrir leikmanninn. Síðan þá hefur Heinze verið seldur til Real Madrid fyrir 8 milljónir punda. 24.8.2007 10:16
Video: Beckham trylltist eftir gróft brot Það varð allt vitlaust í leik Los Angeles Galaxy og Chivas USA í bandaríska fótboltanum í gær. Lætin byrjuðu eftir grófa tæklingu Jessie Marsch á David Beckham en March sparkaði í síðuna á honum. Beckham brást þá ókvæða við og rauk í Marsch. Fjöldi leikmanna þurfti að stía þá í sundur en fyrr en varir voru tveir leikmenn komnir með rauða spjaldið. Leikurinn endaði 3-0 fyrir Chivas. 24.8.2007 09:28
Luque vill fara til Real Betis Albert Luque, framherji Newcastle, hefur mikinn áhuga á að komast að hjá Real Betis og ganga þar með í lið með fyrrverandi þjálfara sínum, Hector Cuper, en sá þjálfaði einmitt Luque þegar hann spilaði með Mallorca. Rafael Luque, faðir og umboðsmaður leikmannsins, er sagður hafa átt fund með Manuel Ruiz de Lopera, forseta Betis og rætt við hann um möguleg félagsskipti sonarins. 23.8.2007 21:03
Dynamo Kiev vill fá Schevchenko Dynamo Kiev frá Úkraínu vilja fá Andriy Schevchenko á láni frá Chelsea út tímabilið. Forseti Dynamo, Igor Surkis, greindi frá þessu á heimasíðu félagsins. Surkis segist ekki vera hissa á að Schevchenko hafi ekki náð sama árangri hjá Chelsea og hann gerði hjá Dynamo og AC Milan. 23.8.2007 19:43
Jol fær 100% stuðning frá Levy Framtíð Martin Jol, knattspyrnustjóra Tottenham, hefur verið mikið í umræðunni í kjölfar þess að liðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, segir þó að Jol þurfi ekki að hafa áhyggjur því að hann styðji 100% við bakið á honum. 23.8.2007 18:46
Mendieta á sér enga framtíð hjá Middlesbrough Forráðamenn Middlesbrough hafa gefið það út að Gaizka Mendieta eigi sér enga framtíð hjá klúbbnum. Mendieta sagði í dag að hann vildi hjálpa liðinu og að hann vildi fá tækifæri til að sýna hvað í sér býr. Hann tók einnig fram að engar viðræður hefðu átt sér stað á milli hans og Middlesbrough um að hann væri á leið frá félaginu. 23.8.2007 18:07
Jens Lehmann frá vegna meiðsla næstu tvær vikur Jens Lehmann, markvörður Arsenal og þýska landsliðsins, verður frá vegna meiðsla á hásin næstu tvær vikur að minnsta kosti. Lehman mun missa af deildarleikjum gegn Manchester City og Portsmouth auk þess að hann missir af seinni leiknum gegn Sparta Prague í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 23.8.2007 16:54
Sammy Lee er hræddur um að missa Diouf og Anelka Sammy Lee, knattspyrnustjóri Bolton, viðurkennir að hann sé hræddur um að Nicolas Anelka og El-Hadji Diouf yfirgefi félagið áður en leikmannaglugginn lokar þann 31. ágúst. Diouf hefur gefið það út að hann vilji spila með liði sem er í Meistaradeild Evrópu eða liði sem hefur metnað til að spila þar á næsta ári. Þá hafa verið þrálátar sögusagnir um að Anelka sé óánægður, en hann hefur verið orðaður við Arsenal, Manchester United og Lyon. 23.8.2007 15:39
Fótboltaliði frá Palestínu meinað að koma til Englands Úrvalslið ungra palestínskra knattspyrnumanna hefur þurft að falla frá fyrirhugaðri keppnis og æfingaferð til Englands þar sem óttast er að leikmenn liðsins muni óska eftir pólitísku hæli í landinu. 23.8.2007 15:31