Enski boltinn

Keane: Liverpool getur unnið deildina

Elvar Geir Magnússon skrifar
Andriy Voronin skoraði síðara mark Liverpool gegn Fulham.
Andriy Voronin skoraði síðara mark Liverpool gegn Fulham.

Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland, segir að Liverpool eigi góða möguleika á að hampa enska meistaratitlinum í ár. Liverpool hefur aldrei orðið meistari síðan enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar en Keane segir að nú gæti orðið breyting á.

„Möguleikar Liverpool á að vinna deildina eru góðir, við sáum það vel í dag," sagði Keane en Sunderland beið lægri hlut fyrir Liverpool í dag 0-2 á heimavelli sínum. „Ég er ánægður með frammistöðu míns liðs, við lögðum okkur alla fram en Liverpool var bara of stór biti."

Rafael Benítez, stjóri Liverpool, segir sigur liðsins í dag gríðarlega mikilvægan. „Liðið sýndi mikinn karakter. Við fengum fjölda færa og náðum að gera út um leikinn í lokin. Við erum með sterkari leikmannahóp en í fyrra og sjálfstraustið er mikið," sagði Benítez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×