Enski boltinn

Leikmaður Stoke dæmdur í fangelsi

Andri Ólafsson skrifar
Pericard mun ekki spila meiri fótbolta á næstunni.
Pericard mun ekki spila meiri fótbolta á næstunni.

Vincent Pericard, leikmaður Stoke City sem um tíma var í eigu íslenskra fjárfesta, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur og að ljúga því að lögreglumönnum að sjúpfaðir sinn hefði verið undir stýri þegar hraðamyndavélar gripu leikmanninn glóðvolgann.

Það var í mars á þessu ári sem hraðamyndavélarnar klófestu Mercedes Benz bifreið Pericard á 164 kílómetra hraða. Þegar lögreglan hafði samband við hann sagði Pericard að stjúpfaðir sinn hafi verið undir stýri. Lögreglan reyndi án árangurs í marga mánuði að hafa uppi á stjúpföðrurnum en þegar það tókst kom í ljós að hann hafði ekki verið í Englandi síðan árið 2004.

Pericard viðurkenndi þá að hafa verið undir stýri og var ákærður fyrir hraðaksturinn og að ljúga að lögreglunni.

Pericard, sem áður hefur leikið fyrir Juverntus og Portsmouth, þénar 14 milljónir á ári og því var búist við að hann mundi fá háa fjársekt. En Francis Gilbert dómari ákvað þess í stað að dæma kanttspyrnumanninn í fjögurra ára fangelsi.

"Þú getur ekki keypt þig úr þessari klípu ," sagði dómarinn um leið og hann lét hamarinn falla og Picard var leiddur á brott af fangavörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×