Enski boltinn

Pressa á Viduka að skora

Elvar Geir Magnússon skrifar
Viduka tekur sig vel út í búningi Newcastle.
Viduka tekur sig vel út í búningi Newcastle.

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Newcastle, hefur sett pressu á Mark Viduka að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið í nágrannaslagnum gegn Middlesbrough á morgun. Þessi 31. árs ástralski leikmaður er að fara að leika gegn sínum fyrrum félögum en hann lék með Middlesbrough.

Viduka skoraði nítján mörk fyrir Boro á síðustu leiktíð. „Ef þú vilt stimpla þig inn hjá nýju félagi þá gefst ekki betra tækifæri en að gera það gegn þínum fyrrum félagi. Ég vona að Viduka nái að gera það á sunnudag," sagði Big Sam.

Hann gerir einnig kröfu um að markið verði sigurmark í leiknum, ekki mark sem skiptir engu máli. „Það má ekki bara skipta hann máli heldur verður það líka að skipta máli fyrir liðið í heild."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×