Enski boltinn

Lampard gerði gæfumuninn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Frank Lampard.
Frank Lampard.

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, segir að Frank Lampard hafi gert gæfumuninn fyrir Chelsea í leik liðana í dag. Eftir leiki dagsins situr Chelsea í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en það var Lampard sem skoraði eina markið í umræddum leik.

„Við spiluðum mjög vel í dag. Maður fékk það alltaf á tilfinninguna að Frank væri að fara að taka af skarið. Hann var eini munurinn milli þessara liða í dag. Við fengum nokkur mjög góð færi og er ég mjög stoltur af mínu liði," sagði Redknapp.

Chelsea er með tíu stig í efsta sætinu en þar á eftir kemur Manchester City með níu stig.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×