Enski boltinn

Dynamo Kiev vill fá Schevchenko

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Schevchenko hefur ekki staðið undir væntingum hjá Chelsea.
Schevchenko hefur ekki staðið undir væntingum hjá Chelsea. NordicPhotos/GettyImages

Dynamo Kiev frá Úkraínu vilja fá Andriy Schevchenko á láni frá Chelsea út tímabilið. Forseti Dynamo, Igor Surkis, greindi frá þessu á heimasíðu félagsins. Surkis segist ekki vera hissa á að Schevchenko hafi ekki náð sama árangri hjá Chelsea og hann gerði hjá Dynamo og AC Milan.

„Ég sagði í öllum viðtölum að það mætti vel vera að Schevchenko myndi ekki standa sig vel hjá Chelsea," sagði Durkin. „Ég hef beðið Schevchenko um að tala við stjórn Chelsea svo að hann fái að koma til okkar. Ég er tilbúinn til að borga launin hans þetta ár, en við höfum ekki efni á að kaupa leikmanninn. Hann er ekki með lág laun en ég er tilbúinn að borga þau."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×