Enski boltinn

Dýrmæt reynsla fyrir Walcott

Elvar Geir Magnússon skrifar
Theo Walcott.
Theo Walcott.

Sven Göran Eriksson segir að enska knattspyrnusambandið ætti að vera honum þakklátt fyrir að taka Theo Walcott með á heimsmeistaramótið á síðasta ári. Sá sænski var víða gagnrýndur fyrir að velja Walcott í enska landsliðshópinn frekar en Jermain Defoe hjá Tottenham.

Þegar Walcott var valinn í enska hópinn var hann sautján ára og hafði ekki leikið fyrir aðallið Arsenal. Hann var síðan alla leikina í Þýskalandi á bekknum og kom ekkert við sögu á mótinu þrátt fyrir að England hafi átt basli með sóknarmenn.

Eriksson vill samt meina að þessi reynsla sem Walcott hafi öðlast á mótinu muni reynast honum gríðarlega dýrmæt. „Ég sé alls ekki eftir því að hafa tekið hann með. Hann er framtíðarleikmaður landsliðsins og það gerir honum bara gott að hafa fengið að kynnast svona stórmóti," sagði Eriksson.

„Enska knattspyrnusambandið ætti að senda mér blóm og þakka mér fyrir. Ég tel að þessi leikmaður muni verða stórstjárna, ein af þeim stærstu. Það veltur náttúrulega allt á honum sjálfum en það er ljóst að hann hefur allt til brunns að bera til að verða stjarna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×