Enski boltinn

Everton flytur frá Liverpool

Goodison Park hefur verið heimavöllur Everton síðan 1892.
Goodison Park hefur verið heimavöllur Everton síðan 1892.

Stjórn enska knattspyrnufélagsins Everton hefur ákveðið að nýr heimavöllur félagsins verði byggður í smábænum Kirkby, rétt fyrir utan Liverpool. Ákvörðunin var tekin eftir að tæp 60 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu stuðningsmanna félagsins samþykktu áætlanir stjórnarinnar. Stjórnin hafði áður gefið það út að ef tillögunni hefði verið hafnað af stuðningsmönnum hefði ný staðsetning verið fundinn.

Ástæðan fyrir fyrirhuguðum flutningum er sú að Goodison Park, sem verið hefur heimavöllur Everton frá því árið 1892, er of gamall til að stækka eða gera endurbætur á. Því hefur verið ákveðið að rífa völlinn, selja lóðina, og byggja nýjann 50 þúsund sæta heimavöll í Kirby.

Ekki eru allir á eitt sáttir með þessi plön og sárnar mörgum að hið fornfræga muni ekki eiga heimavöll í Liverpool. En aðrir benda á að Everton verði alltaf lið Liverpoolborgar þótt heimavöllurinn sé formlega ekki staðsettur í borginni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×