Enski boltinn

Neyðist Tottenham til að selja Defoe?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Defoe á æfingu enska landsliðsins.
Defoe á æfingu enska landsliðsins.

Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að félagið gæti neyðst til að selja sóknarmanninn Jermain Defoe ef hann skrifar ekki undir nýjan samning við félagið. Núverandi samningur Defoe rennur út sumarið 2008.

Defoe er 24 ára og hefur verið orðaður við Aston Villa en Jol vill halda honum. „Hann segist elska félagið en hefur enn ekki skrifað undir samning. Stjórnarformaðurinn hefur sagt mér að hann vilji ekki lenda í því sama og 2001 þegar liðið missti Sol Campbell án þess að fá greiðslu fyrir," sagði Jol.

Defoe á ekki fast sæti hjá Tottenham en Robbie Keane og Dimitar Berbatov eru fyrsti kostir í sóknarlínuna. Þá hefur koma Darren Bent aukið samkeppnina enn frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×