Enski boltinn

Steve Bruce biður Halsey afsökunar

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Steve Bruce er heiðarlegur maður og viðurkennir þegar hann hefur rangt fyrir sér.
Steve Bruce er heiðarlegur maður og viðurkennir þegar hann hefur rangt fyrir sér. NordicPhotos/GettyImages

Steve Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham, hefur beðið dómarann Mark Halsey afsökunar á að hafa gagnrýnt hann fyrir að hafa dæmt vítaspyrnu þegar Colin Doyle felldi Craig Bellamy í leik Birmingham og West Ham um síðustu helgi. Mark Noble skoraði úr vítinu og trygði West Ham sigur, 1-0. Eftir að hafa skoðað atvikið betur viðurkennir Bruce að hann hafi haft rangt fyrir sér.

„Ég sagði að þetta hefði ekki verið vítaspyrna, ég hafði rangt fyrir mér. Þetta var vítaspyrna," sagði Bruce. Strax eftir leiki segir maður skoðanir sínar á ýmsum atvikum, en svo skoðar maður atvikin betur. Ég vil biðja dómarann og aðstoðardómarann afsökunar. Ég var harður við Halsey og hann átti það ekki skilið. Mín skoðun er sú að þetta var vítaspyrna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×