Enski boltinn

Sammy Lee er hræddur um að missa Diouf og Anelka

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Sammy Lee er orðinn valtur í sessi sem stjóri Bolton eftir slæma byrjun félagsins á tímabilinu.
Sammy Lee er orðinn valtur í sessi sem stjóri Bolton eftir slæma byrjun félagsins á tímabilinu. NordicPhotos/GettyImages

Sammy Lee, knattspyrnustjóri Bolton, viðurkennir að hann sé hræddur um að Nicolas Anelka og El-Hadji Diouf yfirgefi félagið áður en leikmannaglugginn lokar þann 31. ágúst. Diouf hefur gefið það út að hann vilji spila með liði sem er í Meistaradeild Evrópu eða liði sem hefur metnað til að spila þar á næsta ári. Þá hafa verið þrálátar sögusagnir um að Anelka sé óánægður, en hann hefur verið orðaður við Arsenal, Manchester United og Lyon.

„Þetta er áhyggjuefni sem ég get kannski ekki reddað, en í augnablikinu eru þetta bara getgátur," sagði Lee. „Við viljum halda okkar bestu leikmönnum en eins og ég hef sagt áður, ef að leikmennirnir vilja fara getur maður ekki alltaf stoppað þá."

Bolton er á botni deildarinnar eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum. Fari leikmennirnir frá félaginu gæti það opnað leið Heiðars Helgusonar inn í byrjunarliðið, en hann segir á bloggsíðu sinni að hann vilji frekar halda þeim í liðinu en að missa þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×