Enski boltinn

Sóknarmaður QPR lést í bílslysi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ray Jones.
Ray Jones.

Búið er að fresta leik Burnley og Queens Park Rangers í ensku 1. deildinni sem fram átti að fara í dag. Ungur og efnilegur sóknarmaður QPR, Ray Jones, lét lífið í bílslysi rétt eftir miðnætti í gærkvöld.

QPR sendi frá sér fréttatilkynningu fyrir skömmu. Ray Jones var átján ára og átti unglingalandsleiki að baki fyrir England. Talið er að hann hafi látið lífið samstundist.

„Allir hjá Queens Park Rangers sýna fjölskyldu og vinum Ray dýpstu samúð á þessum sorgartíma. Félagið mun ekki tjá sig meira um þetta mál," sagði m.a. í tilkynningu frá QPR.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×