Enski boltinn

United mun ekki kaupa Berbatov

Elvar Geir Magnússon skrifar
Berbatov fagnar ásamt Robbie Keane.
Berbatov fagnar ásamt Robbie Keane.

Manchester United hefur neitað þeim fregnum að félagið hafi haft samband við Tottenham vegna hugsanlegra kaupa á sóknarmanninum Dimitar Berbatov. Umboðsmaður leikmannsins sagði í gær að United hefði haft samband við Tottenham og lýst því yfir að félagið vildi fá Berbatov.

„Við höfum ekki gert tilboð í Dimitar Berbatov," sagði David Gill, stjórnarmaður Manchester United, í yfirlýsingu. Tottenham staðfesti síðan að félagið hafi ekki fengið kauptilboð í leikmanninn og að ef það kæmi yrði því svarað neitandi.

Í síðustu viku bárust fréttir af því að einhver illindi væru hlaupin í samskipti Martin Jol, knattspyrnustjóra Tottenham, og Berbatov.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×