Enski boltinn

Spáð í spilin: Everton - Blackburn

Phil Neville.
Phil Neville.

Leikur Everton og Blackburn er lokaleikur dagsins í enska boltanum en hann hefst klukkan 16:15 og verður í beinni útsendingu á Sýn 2. Everton hefur byrjað tímabilið ágætlega og eru í fjórða sæti með sex stig eftir þrjá leiki. Liðið byrjaði tímabilið með tveimur sigrum en tapaði svo fyrir Íslendingaliðinu Reading.

Blackburn hefur einnig farið vel af stað og er með fjögur stig eftir tvo leiki, en liðið gerði jafntefli við Arsenal um síðustu helgi.

Blackburn þarf að finna leið til að stöðva hinn frábæra Mikel Arteta, en sá hefur sýnt það og sannað að hann er einn af allra bestu miðjumönnunum í ensku úrvalsdeildinni. Einnig er hinn eldsnöggi Andy Johnson líklegur til að skapa vandræði fyrir vörn Blackburn. Ryan Nelson, fyrirliði Balckburn, verður ekki með vegna þess að hann er í banni.

Yakubu og Manuel Fernandes eru ekki komnir með keppnisleyfi og verða ekki með í dag.

Leikmenn beggja liða munu bera sorgarbönd til minningar um Rhys Jones, ellefu ára strák sem var myrtur fyrr í vikunni.

Leikmannahópur Everton: Howard, Hibbert, Yobo, Stubbs, Lescott, Valente, Baines, Carsley, Arteta, Neville, Osman, Jagielka, Pienaar, McFadden, Johnson, Anichebe, Wessels.

Leikmannahópur Blackburn: Friedel, Brown, Enckelman, Ooijer, Samba, Warnock, Khizanishvili, Emerton, Mokoena, Tugay, Dunn, Bentley, Savage, Pedersen, Santa Cruz, Rigters, Roberts, Derbyshire, McCarthy, Gallagher, Olsson.

Leikurinn hefst klukkan 16:15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×