Enski boltinn

United rannsaka meint ólögleg samskipti Heinze og Liverpool

Miklar deilur hafa staðið vegna félagaskipta Heinze.
Miklar deilur hafa staðið vegna félagaskipta Heinze.

Manchester United hefur hafið rannsókn á því hvort Liverpool hafi haft ólögleg samskipti við argentínska varnarmanninn Gabriel Heinze.

United neitaði að selja Heinze til Liverpoll þrátt fyrir að þeir síðarnefndu hafi boðið þá upphæð sem United fór fram á fyrir leikmanninn.

Síðan þá hefur Heinze verið seldur til Real Madrid fyrir 8 milljónir punda.

En ráðamenn hjá United eru afar ósattir við hlut Liverpool í málinu og ætla að rannsaka hvort erkifjendurnur hafi aðhafst eitthvað ólöglegt.

Í reglum um félagaskipti segir að lið megi ekki hafa samskpiti við leikmenn annara liða fyrr en formlegt leyfi hafi verið gefið. United tók ekki kauptilboði Liverpool og gaf því aldrei leyfi fyrir því að Heinze mætti ræða við klúbbinn.

Ef sönnun fæst fyrir því að samskipti hafi verið á milli Heinze og Livepool um möguleg félagaskipti gæti enska knattspyrnusambandið þurft að sekta Liverpool.

Alex Ferguson tjáði sig um málið á blaðamannafundi í morgun.

"Við erum að rannsaka málið. Við ætlum ekki að leyfa Liverpool að komast upp með svona framkomu. Stjórnarformaðurinn er í málinu og við fáum niðurstöðu fljótlega."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×