Enski boltinn

Sammy Lee: Mikill gleðidagur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Brynjar Björn Gunnarsson í baráttunni. Hann og Ívar Ingimarsson léku allan leikinn.
Brynjar Björn Gunnarsson í baráttunni. Hann og Ívar Ingimarsson léku allan leikinn.

Sæti Sammy Lee, knattspyrnustjóra Bolton, kólnaði til muna í dag þegar liðið vann stórsigur á Reading 3-0. Þetta eru fyrstu stig Bolton á tímabilinu en Sammy Lee var að vonum hæstánægður með sigurinn.

„Ég tapaði ekki trúnni á þessu liði þrátt fyrir að við töpuðum þremur fyrstu leikjum tímabilsins. Eftir sigurinn í dag verður trúin enn sterkari. Ég sagði við mína menn fyrir leikinn að þeir þyrftu að halda í jákvæðnina. Leikmenn voru mjög einbeittir í þessu verkefni og þetta er gleðidagur," sagði Sammy Lee.

Nicolas Anelka og El-Hadji Diouf hafa verið mikið í fréttum í vikunni en þeir spiluðu stórt hluverk í sigrinum í dag. Diouf tók hornspyrnuna sem fyrsta markið kom úr en þá skoraði Gary Speed með skalla.

Diouf lagði síðan upp mark fyrir Anelka áður en varamaðurinn Daniel Braatan skoraði þriðja og síðasta mark leiksins eftir fyrirgjöf frá Anelka.

Yfirþjálfari Reading sagði við fjölmiðla eftir leikinn að þetta hefði líklega verið slakasta frammistaða liðsins í mjög langan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×