Enski boltinn

Mendieta á sér enga framtíð hjá Middlesbrough

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn Middlesbrough hafa gefið það út að Gaizka Mendieta eigi sér enga framtíð hjá klúbbnum. Mendieta sagði í dag að hann vildi hjálpa liðinu og að hann vildi fá tækifæri til að sýna hvað í sér býr. Hann tók einnig fram að engar viðræður hefðu átt sér stað á milli hans og Middlesbrough um að hann væri á leið frá félaginu.

Þvert á það sem Mendieta lét hafa eftir sér hefur talsmaður félagsins sagt að Spánverjinn ætti að vera með það á hreinu að hann eigi ekki framtíð hjá liðinu. Hann sé ekki í framtíðarplönum Gareth Southgate, knattspyrnustjóra liðsins.

„Það kom okkur mjög á óvart að lesa það sem Gaizka sagði þar sem honum hefur verið gert það fullkomnlega ljóst að hann eigi sér ekki framtíð hér," sagði talsmaður klúbbsins. „Við viljum þakka Gaizka fyrir allt sem hann hefur gert fyrir klúbbinn. Við höfum gert allt sem við getum til að koma honum að hjá öðru liði en það er enginn möguleiki á að hann vinni sér aftur inn sæti í leikmannahóp Middlesbrough."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×