Enski boltinn

Liverpool lagði Sunderland

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sissoko skoraði fyrra mark Liverpool í dag.
Sissoko skoraði fyrra mark Liverpool í dag.

Liverpool er komið með sjö stig eftir þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann Sunderland í dag. Leikurinn á Stadium of Light fór 2-0 fyrir gestunum. Mohamed Sissoko skoraði í fyrri hálfleik og Andriy Voronin gerði síðan út um leikinn í þeim síðari.

Bæði mörkin komu eftir laglegar sóknir Liverpool og ekki hægt að segja annað en að liðið líti vel út nú í upphafi tímabils. Markið frá Sissoko var hans fyrsta í ensku úrvalsdeildinni en það skoraði hann með föstu skoti fyrir utan teig á 36. mínútu.

Sigur Liverpool var fyllilega verðskuldaður en hann hefði vel getað orðið stærri. Nú klukkan tvö fara fram sex leikir í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×