Enski boltinn

Úrslitin úr enska boltanum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Lampard fagnar sigurmarki Chelsea.
Lampard fagnar sigurmarki Chelsea.

Það var skorað í öllum þeim leikjum sem lokið er í ensku úrvalsdeildinni. Sammy Lee, knattspyrnustjóri Bolton, getur farið að anda aðeins léttar því liðið vann sín fyrstu stig í deildinni þegar það sigraði Íslendingaliðið Reading 3-0.

Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi Bolton en Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson léku báðir allan leikinn fyrir Reading.

Manchester City tapaði sínum fyrsta leik þegar liðið lá fyrir Arsenal á Emirates vellinum. Cesc Fabregas skoraði eina markið seint í leiknum en áður hafði Kasper Schmeichel varið vítaspyrnu. Þetta var fyrsta markið sem City fær á sig í deildinni.

Chelsea vann Portsmouth 1-0 á heimavelli en Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í vörn gestaliðsins. Hér að neðan má sjá öll úrslit dagsins:

Sunderland - Liverpool 0-2

0-1 Mohamed Sissoko (37.)

0-2 Andriy Voronin (87.)

Arsenal - Man. City 1-0

1-0 Cesc Fabregas (80.)

Aston Villa - Fulham 2-1

0-1 Clint Dempsey (6.)

1-1 Zat Knight sjálfsmark (51.)

Rautt: Chris Baird, Fulham (68.)

2-1 Shaun Maloney (90.)

Bolton - Reading 3-0

1-0 Gary Speed (32.)

2-0 Nicolas Anelka (55.)

3-0 Daniel Braaten

Chelsea - Portsmouth 1-0

1-0 Frank Lampard (31.)

Derby - Birmingham 1-2

0-1 Cameron Jerome (1.)

1-1 Matt Oakley (51.)

1-2 Cameron Jerome (63.)

West Ham - Wigan 1-1

0-1 Paul Scharner (78.)

1-1 Lee Bowyer (81.)

16:15 Everton - Blackburn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×