Enski boltinn

Spáð í spilin: West Ham - Wigan

Craig Bellamy, sóknarmaður West Ham.
Craig Bellamy, sóknarmaður West Ham.

West Ham tekur á móti Wigan sem hefur komið á óvart með góðri frammistöðu það sem af er móti. Íslendingaliðið West Ham er í 15. sæti með þrjú stig úr tveimur leikjum en liðið sigraði Birmingham um síðustu helgi.

Liðið er aðeins búið að skora eitt mark á tímabilinu og það kom úr vítaspyrnu. Wigan er í þriðja sæti með sex stig eftir þrjá leiki.

Líklegt þykir að Dean Ashton byrji á bekknum hjá West Ham þar sem hann er ekki kominn í nógu gott leikform eftir meiðslin sem hrjáðu hann á síðasta tímabili. Þá er talið að Craig Bellamy og Bobby Zokora byrji leikinn í framlínu liðsins.

Lucas Neill gæti spilað sinn fyrsta leik á tímabilinu og hans bíður ekki auðvelt verkefni, því að Antoine Sibierski, framherji Wigan er búinn að vera heitur upp á síðkastið og er markahæstur í deildinni með þrjú mörk.

Þá eru Freddie Ljungberg og Scott Parker tæpir fyrir leikinn. Nigel Quashie, Julien Faubert og Calum Davenport eru meiddir.

Leikmannahópur West Ham: Green, Neill, Ferdinand, Upson, McCartney, Dyer, Noble, Mullins, Boa Morte, Bellamy, Zamora, Wright, Spector, Collins, Gabbidon, Pantsil, Dailly, Ljungberg, Parker, Bowyer, Etherington, Ashton, Cole.

Leikmannahópur Wigan: Kirkland, Melchiot, Bramble, Granqvist, Kilbane, Valencia, Scharner, Landzaat, Koumas, Heskey, Sibierski, Hall, Skoko, Aghahowa, Camara, Brown, Folan, Boyce, Pollitt.

Leikurinn hefst klukkan 14:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×