Enski boltinn

Anelka vill toppbaráttu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Félagaskiptaglugganum verður lokað þann 31. ágúst.
Félagaskiptaglugganum verður lokað þann 31. ágúst.

Nicolas Anelka, sóknarmaður Bolton, er að hugsa sér til hreyfings. Lið hans hefur byrjað deildina mjög illa og tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa. Í sumar var Anelka, sem er 28 ára, orðaður við fjölda liða.

„Ef ég fer þá er ástæðan slæmt gengi liðsins. Ég vil vera í liði sem er að keppa gegn stóru liðunum, ekki að berjast um tíunda eða fimmtánda sætinu. Ég vil endurupplifa það að vera hjá stóru félagi," sagði Anelka.

Anelka hefur auk Bolton spilað fyrir Arsenal, Liverpool og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur spilað vel fyrir Bolton og vann sér að nýju sæti í franska landsliðshópnum.

„Mér líður vel hjá Bolton en metnaður minn liggur hærra," segir Anelka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×