Enski boltinn

Andy Cole skrifar undir hjá Sunderland

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Andy Cole mun standa sig með Sunderland.
Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Andy Cole mun standa sig með Sunderland. NordicPhotos/GettyImages

Gamla kempan Andy Cole hefur skrifað undir eins árs samning við Sunderland og spilar því undir stjórn fyrrverandi liðsfélaga sínum úr Manchester United, Roy Keane. Sunderland fær leikmanninn frítt því að Cole var leystur undan samningi hjá Portsmouth fyrr í sumar. Ekki nóg með það að Roy Keane sé fyrir hjá félaginu þá er Dwight Yorke einnig hjá félaginu, en þeir tveir mynduðu baneitrað sóknarteymi hjá United á seinni hluta síðustu aldar.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu," sagði Cole við vefsíðu félagsins. „Þetta er enn ein áskorunin fyrir mig og vonandi get ég notað reynslu mína til að hjálpa ungu leikmönnunum. Ég hafð möguleika að velja önnur lið en mér leist best á Sunderland."

Það er ekki talið líklegt að Cole verði í leikmannahópi Sunderland sem mætir Liverpool á morgun vegna lélegs forms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×