Enski boltinn

Fótboltaliði frá Palestínu meinað að koma til Englands

Fótbolti er afar vinsæll í Palestínu.
Fótbolti er afar vinsæll í Palestínu.

Úrvalslið ungra palestínskra knattspyrnumanna hefur þurft að falla frá fyrirhugaðri keppnis og æfingaferð til Englands þar sem óttast er að leikmenn liðsins muni óska eftir pólitísku hæli í landinu.

Úrvalsliðið ætlaði að leika þrjá æfingaleiki við ungmennalið Tranmere Rovers, Chester City og Blackburn Rovers ásamt því að vera við æfingar í þrjár vikur.

Enginn liðsmanna úrvalsliðsins fékk hins vegar vegabréfsáritun til Englands af fyrrgreindum ástæðum og ekkert verður því af ferðinni.

Skipuleggjandi æfingaferðarinnar er afar ósáttur og segir drengina beitta miklu óréttlæti.

"Hér erum við með hóp af krökkum sem eru búnir að æfa allt sitt líf til þess að komast í úrvalslið Palestínu. Hver er tilgangurinn fyrir því þegar þeim er svo sagt að þeir megi ekki fara og keppa. Allir aðrir mega það. En ekki þeir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×