Enski boltinn

Sir Alex: Við vinnum á morgun

Elvar Geir Magnússon skrifar

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er viss um að sínir menn nái að leggja Tottenham á morgun. „Gæðin í okkar leik munu verða til þess að við fáum öll stigin á sunnudag," sagði Ferguson en leikurinn verður á Old Trafford.

„Það er alveg ljóst að Tottenham mun sýna mikla ákveðni til að hjálpa stjóranum. En miðað við gæðin á mínu liði þá veit ég að þessir erfiðleikar sem við höfum verið í munu ekki standa lengi yfir," sagði Ferguson.

Manchester United hefur leikið fantavel á þessari leiktíð en liðinu hefur vantað ákveðið bit í sóknina. „City fékk ekki eina hornspyrnu gegn okkur um síðustu helgi. Hefur verið nágrannaslagur í sögunni þar sem heimaliðið vann ekki eitt einasta horn?" spyr Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×