Fleiri fréttir

Ernir Hrafn slakur í tapleik

Ernir Hrafn Arnarson og félagar í Düsseldorf fengu skell á heimavelli gegn Saarlouis í dag. Lokatölur 25-34.

Tap hjá Helga og félögum

Helgi Már Magnússon og félagar í sænska körfuboltaliðinu máttu sætta sig við tap, 87-76, á útivelli gegn Norrköping Dolphins í dag.

Jóhann Berg lék fimm mínútur í tapleik

Jóhann Berg Guðmundsson lék fimm síðustu mínúturnar þegar AZ Alkmaar tapaði 2-1 fyrir NAC Breda á útivelli í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Markaskorarar Man. Utd þakklátir fyrir stigin þrjú

Michael Carrick og Wayne Rooney sem skoruðu mörk Manchester United í 2-0 sigrinum á QPR í dag var létt yfir að hafa náð að koma boltanum framhjá Radek Cerny markverði QPR sem átti stórleik í dag.

Emil lék allan leikinn

Emiil Hallfreðsson var að vanda í byrjunarliði Hellas Verona sem gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Varese í ítölsku B-deildinni í dag

Mourinho: Eðlilegt fyrir Ronaldo að skora þrennu

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var hæstánægður með strákana sína sem niðurlægðu Sevilla í gær, 6-2. Það breytti engu þó Madrid væri manni færri hálfan leikinn. Yfirburðirnir voru algjörir.

Barcelona heimsmeistari félagsliða

Barcelona vann afar sannfærandi sigur, 4-0, á brasilíska liðinu Santos í úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða í dag.

Wenger: Leikurinn í dag er stórt próf fyrir okkur

Stórleikur dagsins er viðureign er Arsenal og Man. City í dag. City tapaði loksins leik er það spilaði gegn Chelsea og verður áhugavert að sjá hvernig liðið mætir til leiks i dag.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Akureyri 23-30

Akureyri vann öruggan sigur á Val í Vodafone-höllinni í síðasta leik liðanna fyrir landsleikjafríið langa. Akureyri var með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og sigurinn aldrei í hættu. Bjarni Fritzson var atkvæðamestur í liði Akureyrar með tíu mörk en Sturla Ásgeirsson gerði níu fyrir Val.

City á toppinn á ný

Manchester City sigraði Arsenal 1-0 í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni nú síðdegis og náði City þar með toppsætinu af nágrönum sínum í Man. Utd. á nýjan leik.

Tottenham marði Sunderland

Tottenham lagði Sunderland 1-0 á heimavelli sínum í dag með marki varamannsins Roman Pavlyuchenko hálftíma fyrir leikslok.

Létt hjá Liverpool

Liverpool vann þægilegan 2-0 sigur á Aston Villa á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það tók Liverpool aðeins tvær hornspyrnur og fimmtán mínútur að gera út um leikinn gegn bitlausu liði Aston Villa.

Man. Utd á toppinn

Manchester United tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar, tímabundið a.m.k., með því að leggja Heiðar Helguson og félaga í QPR 2-0 á útivelli í bráðfjörugum hádegisleik dagsins.

Ronaldo með þrennu er Real fór aftur á toppinn

Real Madrid komst aftur á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er það vann stórsigur á Sevilla, 2-6. Real er með þriggja stiga forskot á Barcelona og bæði lið hafa leikið jafn marga leiki.

AC Milan komið á toppinn á Ítalíu

AC Milan komst á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann sigur á heimavelli gegn Siena. Milan hefur reyndar leikið einum leik meira en Udinese og Juventus sem eru stigi á eftir..

Nistelrooy vill spila með Hollandi á EM næsta sumar

Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy hefur sent hollenska landsliðsþjálfaranum, Bert van Marwijk, þau skilaboð að hann sé klár í slaginn á EM næsta sumar ef krafta hans verður óskað.

Aron Einar skoraði í tapleik

Aron Einar Gunnarsson skoraði eitt marka Cardiff City í dag sem mátti sætta sig við tap á heimavelli gegn Middlesbrough, 2-3.

Gylfi á bekknum í jafnteflisleik

Gylfi Þór Sigurðsson er enn út í kuldanum hjá Hoffenheim og hann sat sem fastast á varamannabekk liðsins er Hoffenheim og Hertha Berlin gerðu 1-1 jafntefli í dag.

Man. Utd gæti óvænt komið aftur inn í Meistaradeildina

Svo gæti farið að Manchester United verði í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir allt saman. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur nefnilega hótað knattspyrnusambandi Sviss og fari sambandið ekki eftir þeirra fyrirmælum þá verður öllum svissneskum liðum meinað að taka þátt í Evrópukeppnum.

Slæmt tap hjá Löwen | Kári í stuði gegn meisturunum

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen urðu af mikilvægum stigum í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar er þeir töpuðu fyrir Flensburg í dag, 37-34. Flensburg átti stig á Löwen fyrir leikinn og Löwen er nú þrem stigum á eftir Flensburg og Hamburg. Löwen er í fimmta sæti.

Góður sigur hjá Kára og félögum

Kári Árnason og félagar í Aberdeen höfðu betur gegn Guðlaugi Victori Pálssyni og félögum hans í Hibernian í skoska boltanum í dag.

Defoe gefur í skyn að hann vilji fara frá Spurs

Framherji Spurs, Jermain Defoe, virðist loksins vera orðinn þreyttur á bekkjarsetunni hjá félaginu og hann hefur nú gefið í skyn að hann muni fara frá félaginu ef hann fái ekki fleiri tækifæri.

Eiginkona Kobe sækir um skilnað

Vanessa Bryant, eiginkona körfuboltakappans Kobe Bryant, sótti í gær um skilnað frá leikmanninum sem hún hefur staðið þétt við bakið á síðustu ár. Vanessa var til að mynda áberandi þegar Kobe var kærður fyrir nauðgun árið 2003.

HM 2011: Rakel Dögg gerði upp Brasilíuferðina í þætti Þorsteins J

Ítarleg umfjöllun var um undanúrslitaleikina í HM kvenna í handbolta í gær á Stöð 2 sport. Rakel Dögg Bragadóttir var gestur þáttarins en hún meiddist alvarlega á hné nokkrum dögum áður en HM hófst í Brasilíu. Rakel tók að sér nýtt hlutverki í leikmannahópnum á meðan keppnin fór fram í Brasilíu og fór hún yfir mótið með Þorsteini J., Geir Sveinssyni, og Guðjóni Guðmundssyni.

Mancini vill fá meira frá Nasri

Roberto Mancini, stjóri Man. City, viðurkennir að vera ekki nógu ánægður með Frakkann Samir Nasri sem gekk í raðir félagsins frá Arsenal í sumar. Mancini vill fá meira fra´leikmanninum.

Ferguson ekki að fara á taugum

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segist ekkert vera að fara á taugum þó svo hann sé búinn að missa fjölda leikmanna í meiðsli upp á síðkastið.

Besti boxari heims býður Ray á bardaga

Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao er langstærsta stjarna Filippseyja og í raun algjör þjóðhetja í landinu. Þjóðlífið hreinlega lamast þegar hann stígur í hringinn. Pacquiao er farinn að mæta á flesta leiki hjá Ray Antony Jónssyni og félögum í landsliði Filippseyja og er í ágætu sambandi við þá.

Stjarna Filippseyinga tryggði sér treyju Beckhams á blaðamannafundi

Grindvíkingurinn Ray Anthony Jónsson hefur verið á ferð og flugi síðastliðið ár með landsliði Filippseyja. Bakvörðurinn hefur lent í ýmsum skemmtilegum ævintýrum á árinu og á dögunum hlotnaðist honum sá heiður að spila gegn David Beckham. Ray gaf ofurstjörnunni óvart olnbogaskot í leiknum.

Svakalegur sunnudagur

Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina og er óhætt að segja að erfitt verði fyrir áhugamenn um enska boltann að slíta sig frá viðtækjunum á morgun. Þá verður svokallaður þríhöfði í boði, þrír stórleikir í röð.

Erfitt fyrir þá ensku

Dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og svo 32-liða og 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA. Fimm ensk lið eru eftir í keppnunum og fengu þau öll erfiða andstæðinga. Kolbeinn Sigþórsson og Ajax mæta Manchester United.

Petr Cech gaf Wigan stig

Chelsea náði ekki að fylgja eftir sigrinum á Man. City er það sótti Wigan heim í dag. Petr Cech gerði slæm mistök undir lok leiksins og Wigan náði að jafna. Lokatölur 1-1.

HM kvenna 2011: Þórir og norsku stelpurnar í úrslitaleikinn

Norska kvennalandsliðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á HM kvenna í handbolta eftir öruggan átta marka sigur á Spáni, 30-22, í undanúrslitaleiknum í kvöld. Þórir Hergeirsson er þar með búinn að koma norska liðinu í úrslitaleikinn á tveimur stórmótum í röð en norsku stelpurnar urðu Evrópumeistarar undir hans stjórn í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir