„Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. ágúst 2025 15:31 Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, á ekki von á sömu látum í seinni leiknum. vísir / ívar Bröndby mun væntanlega borga skemmdarverkin sem stuðningsmenn félagsins unnu á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi, segir Sverrir Geirdal varaformaður knattspyrnudeildar Víkings. Nokkur hundruð Víkingar verða viðstaddir seinni leik liðanna en Sverrir er ekki stressaður. „Við höldum það [að Bröndby borgi tjónið]. Við höfum lent í þessu áður, þegar við vorum að spila á Kópavogsvelli við vini okkar frá Svíþjóð, Djurgarden. Þeir brutu nokkra stóla og krössuðu út klósett þar og borgaðu bara þegjandi og hljóðlaust. Þannig að við eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ segir Sverrir en það á eftir að koma endanlega í ljós hvort Bröndby borgi. „Við erum bara að jafna okkur eftir gleði næturinnar, núna er ég að skrifa þeim pósta og fara yfir hvernig þetta nákvæmlega verður. Þannig að það kemur í ljós.“ Liðin eiga eftir að spila seinni leik einvígisins en hann fer fram á heimavelli Bröndby í næstu viku. Nokkur hundruð Víkinga verða á vellinum en Sverrir á ekki von á veseni. „Neinei, við erum í góðu sambandi við Bröndby og þetta var mjög lítill hluti af þeirra stuðningsmönnum sem lét svona. Þeir eru búnir að senda frá sér yfirlýsingu um að það verði vel tekið á því og þessir aðilar verða settir í bann. Þannig að við höfum fullt traust til vina okkar í Danmörku.“ Munuð þið fara fram á aukna öryggisgæslu í þeim leik? „Við munum fara fram á eðlilegar ráðstafanir varðandi liðið sjálft og svo verðum við í betra sambandi þegar nær dregur um aðra öryggisgæslu en ég hef fulla trú á því að þetta verði í góðu lagi.“ Fjölmargir stuðningsmenn Víkings munu fylgja liðinu út til Kaupmannahafnar og þar býr líka fjöldi Íslendinga sem ætlar að mæta á leikinn. „Ég á von á nokkur hundruð, það er mikill áhugi og síminn stoppar ekki. Endalaust verið að senda skilaboð um hvernig miðasölu verður háttað. Það er ekki búið að ákveða endanlega en við erum að vinna í því og setjum á samfélagsmiðla Víkings um leið og það verður ljóst.“ Nánar verður rætt við Sverri um atburði gærkvöldsins í Sportpakka Sýnar að loknum kvöldfréttum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
„Við höldum það [að Bröndby borgi tjónið]. Við höfum lent í þessu áður, þegar við vorum að spila á Kópavogsvelli við vini okkar frá Svíþjóð, Djurgarden. Þeir brutu nokkra stóla og krössuðu út klósett þar og borgaðu bara þegjandi og hljóðlaust. Þannig að við eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ segir Sverrir en það á eftir að koma endanlega í ljós hvort Bröndby borgi. „Við erum bara að jafna okkur eftir gleði næturinnar, núna er ég að skrifa þeim pósta og fara yfir hvernig þetta nákvæmlega verður. Þannig að það kemur í ljós.“ Liðin eiga eftir að spila seinni leik einvígisins en hann fer fram á heimavelli Bröndby í næstu viku. Nokkur hundruð Víkinga verða á vellinum en Sverrir á ekki von á veseni. „Neinei, við erum í góðu sambandi við Bröndby og þetta var mjög lítill hluti af þeirra stuðningsmönnum sem lét svona. Þeir eru búnir að senda frá sér yfirlýsingu um að það verði vel tekið á því og þessir aðilar verða settir í bann. Þannig að við höfum fullt traust til vina okkar í Danmörku.“ Munuð þið fara fram á aukna öryggisgæslu í þeim leik? „Við munum fara fram á eðlilegar ráðstafanir varðandi liðið sjálft og svo verðum við í betra sambandi þegar nær dregur um aðra öryggisgæslu en ég hef fulla trú á því að þetta verði í góðu lagi.“ Fjölmargir stuðningsmenn Víkings munu fylgja liðinu út til Kaupmannahafnar og þar býr líka fjöldi Íslendinga sem ætlar að mæta á leikinn. „Ég á von á nokkur hundruð, það er mikill áhugi og síminn stoppar ekki. Endalaust verið að senda skilaboð um hvernig miðasölu verður háttað. Það er ekki búið að ákveða endanlega en við erum að vinna í því og setjum á samfélagsmiðla Víkings um leið og það verður ljóst.“ Nánar verður rætt við Sverri um atburði gærkvöldsins í Sportpakka Sýnar að loknum kvöldfréttum.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira