Enski boltinn

Defoe gefur í skyn að hann vilji fara frá Spurs

Framherji Spurs, Jermain Defoe, virðist loksins vera orðinn þreyttur á bekkjarsetunni hjá félaginu og hann hefur nú gefið í skyn að hann muni fara frá félaginu ef hann fái ekki fleiri tækifæri.

Eftir að Emmanuel Adebayor kom til félagsins hefur tækifærum Defoe fækkað. Hann hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í sex leikjum og skorað sex mörk.

Defoe hefur eðlilega áhyggjur af því að komast ekki í landsliðið fyrir EM næsta sumar.

"Ég er 29 ára gamall og ég þarf að spila. Það er ekkert flókið. Það er stórt mót í sumar sem mig langar að taka þátt í. Ég hef verið svo lánsamur að taka þátt í einu stórmóti og mig langar að spila á fleirum," sagði Defoe.

"Ég er að leggja hart að mér og er í toppformi eins og ég vildi vera. Ég vil því ekki eyða tækifærinu á bekknum þegar ég er í þetta fínu formi. Ég gæti sætt mig við það ef ég væri 21 árs en ég er það ekki lengur."

Spurs hefur ekki tekið í mál hingað til að selja leikmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×