Enski boltinn

Man. Utd á toppinn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Rooney fagnar marki sínu sem kom eftir 51 sekúndu.
Rooney fagnar marki sínu sem kom eftir 51 sekúndu.
Manchester United tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar, tímabundið a.m.k., með því að leggja Heiðar Helguson og félaga í QPR 2-0 á útivelli í bráðfjörugum hádegisleik dagsins.

Það tók Manchester United aðeins 51 sekúndu að ná forystunni með marki Wayne Rooney eftir gott samspil við Antonio Valencia. Rooney fann Valencia úti á hægri kanti, Valencia hljóp upp að endamörkum og sendi fyrir þar sem Rooney var mættur til að skalla boltann laglega í markið, óverjandi fyrir Radek Cerny.

Þrátt fyrir fjölmörg færi voru ekki fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik.

Michael Carrick skoraði seinna mark Man.Utd á 56. mínútu. Carrick komst inn í sendingu Joey Barton á miðjum vellinum og komst óáreittur upp að vítateig þar sem hann lét vaða framhjá Cerny sem hefði getað gert betur í markinu.

Heiðar Helguson lék fyrstu 66. mínútur leiksins en hann fékk nokkur fín færi í leiknum sem hann náði ekki að gera sér mat úr.

Sigur Man. Utd var síst of stór. Cerny átti frábæran dag í markinu þrátt fyrir að eiga sök í öðru markinu og ramminn á markinu kom QPR þrívegis til bjargar. QPR fékk einnig sín færi í leiknum og hefðu bæði Heiðar Helguson og varamaður hans, DJ Campell átt að gera betur í dauðafærum.

Með sigrinum er Manchester United komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar, stigi á undan Manchester City sem mætir Arsenal í dag klukkan 16. QPR er í fimmtánda sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsæti.



Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×