Fótbolti

Rooney var hissa á því að bannið hafi verið stytt

Rooney svekktur eftir að hafa fengið rauða spjaldið.
Rooney svekktur eftir að hafa fengið rauða spjaldið.
Wayne Rooney segir að það hafi komið sér á óvart að áfrýjunarnefnd UEFA skildi hafa stytt þriggja leikja bann hans niður í tvo leiki. Að sama skapi er hann þakklátur.

Ef þriggja leikja bannið hefði staðið hefði Rooney misst af allri riðlakeppni EM í sumar en nú missir hann af leikjunum gegn Frakklandi og Svíþjóð en er löglegur gegn Úkraínu.

"Ef ég á að vera heiðarlegur þá kom þetta mér á óvart. Ég bjóst ekki við þessu en er þakklátur fyrir að vea löglegur í einum leik riðilsins," sagði Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×