Enski boltinn

Mancini lokar á fjölmiðlamenn á æfingum Man. City

Balotelli á æfingu.
Balotelli á æfingu.
Roberto Mancini, stjóri Man. City, ætlar að ráðast í stórkarlalegar aðgerðir svo heimurinn geti ekki lengur fylgst með því sem fram fer á æfingum félagsins.

Mancini vill láta setja upp risatjald í kringum æfingasvæðið svo ljósmyndarar nái ekki myndum af æfingunum. Það er mikil aðgerð sem mun líklega skapa einhver störf.

Það sýður reglulega upp úr á æfingum liðsins og í vikunni slógust Mario Balotelli og Micah Richards.

Stjórinn er orðinn þreyttur á allri neikvæðri athygli og ætlar því að grípa til þessara aðgerða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×