Enski boltinn

Aron Einar skoraði í tapleik

Aron fagnar marki sínu í dag.
Aron fagnar marki sínu í dag.
Aron Einar Gunnarsson skoraði eitt marka Cardiff City í dag sem mátti sætta sig við tap á heimavelli gegn Middlesbrough, 2-3.

Aron kom Cardiff yfir í leiknum, 2-1, en það dugði ekki til sigurs að þessu sinni.

Ívar Ingimarsson lék ekki með Ipswich sem lagði Derby af velli, 1-0.

Cardiff er í fimmta sæti en Ipswich því nítjánda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×