Enski boltinn

Markaskorarar Man. Utd þakklátir fyrir stigin þrjú

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Carrick fagnar marki sínu
Carrick fagnar marki sínu MYND NORDICPHOTOS/GETTYS
Michael Carrick og Wayne Rooney markahrókar Manchester United frá leiknum gegn QPR í dag var létt að hafa náð að koma boltanum framhjá Radek Cerny markverði QPR sem átti stórleik í dag.

"Það var mikilvægt að fá annað markið. Markvörður þeirra varði nokkrum sinnum frábærlega og við þurftum annað markið til að komast í þægilega stöðu. Þetta voru stór þrjú stig," sagði Carrick sem gerði skoraði seinna mark Manchester United gegn QPR í dag.

"Það var kominn tími til að ég skoraði, þetta var mikilvægt mark og góður sigur," sagði Carrick um markið sitt.

"Markvörður þeirra varði oft vel en blessunarlega unnum við 2-0 sigur. Það er það sem við komum til að gera," sagði hinn markaskorari Man. Utd. Waney Rooney eftir leikinn í dag.

"Ég fékk frábæra sendingu frá Antonio (Valencia) og sem framherji þá reynir maður að koma sér í góða stöðu og blessunarlega náði ég að hitta boltann vel," sagði Rooney um sitt mark




Fleiri fréttir

Sjá meira


×