Fótbolti

Barcelona heimsmeistari félagsliða

Barcelona vann afar sannfærandi sigur, 4-0, á brasilíska liðinu Santos í úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða í dag.

Evrópumeistararnir gengu frá leiknum í fyrri hálfleik þar sem þeir skoruðu þrjú mörk. Þau gerðu Lionel Messi, Xavi og Cesc Fabregas.

Síðari hálfleikur var því formsatriði af hálfu Börsunga sem lækkuðu sig um einn gír en höfðu samt talsverða yfirburði á vellinum. Messi skoraði síðan algjört gull af marki átta mínútum fyrir leikslok og gulltryggði stórsigur spænska liðsins.

Ungstirnið Neymar og félagar sáu aldrei til sólar og hafa líkast til aldrei áður mætt liði eins og Barcelona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×