Handbolti

Slæmt tap hjá Löwen | Kári í stuði gegn meisturunum

Guðmundur var ekki sáttur í dag.
Guðmundur var ekki sáttur í dag.
Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen urðu af mikilvægum stigum í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar er þeir töpuðu fyrir Flensburg í dag, 37-34. Flensburg átti stig á Löwen fyrir leikinn og Löwen er nú þrem stigum á eftir Flensburg og Hamburg. Löwen er í fimmta sæti.

Róbert Gunnarsson var eins og svo oft áður áhorfandi á bekknum hjá Löwen. Það er áhyggjuefni fyrir landsliðið að Róbert fái ekkert að spila fyrir félagslið sitt.

Kári Kristján Kristjánsson og félagar í Wetzlar stóðu í Þýskalandsmeisturum Hamburg en máttu að lokum játa sig sigraða, 25-24. Kári Kristján Kristjánsson er þi hörkuformi um þessar mundir og var markahæstur allra á vellinum með sex mörk.

Leikurinn var æsispennandi og Kári jafnaði leikinn, 24-24, þegar tvær mínútur voru eftir. Igor Vori kom Hamburg aftur yfir og Wetzlar klúðraði svo næstu sókn. Þeir fengu enn eitt tækifæri en Johannes Bitter varði lokaskot leiksins og heimamenn sluppu með skrekkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×