Handbolti

Fannar og Árni báðir með stórleik í góðum sigrum

Fannar í leik með Emsdetten.
Fannar í leik með Emsdetten.
Fannar Þór Friðgeirsson og félagar í Emsdetten gerðu sér lítið fyrir og skelltu toppliði Minden í kvöld er liðin mættust í þýsku B-deildinni. Lokatölur 35-32.

Fannar Þór átti virkilega góðan leik fyrir Emsdetten og skoraði 6 mörk.

Árni Þór Sigtryggsson fór mikinn í liði Bittenfeld þegar það lagði Korschenbroich af velli, 32-30. Árni var markahæstur í liði Bittenfeld með 8 mörk. Arnór Þór Gunnarsson skoraði 6 mörk, þar af 4 úr vítum.

Emsdetten er komið upp í fimmta sæti deildarinnar en Bittenfel er í því ellefta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×