Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Rafn Ágúst Ragnarsson og Ágúst Orri Arnarson skrifa 7. ágúst 2025 21:47 Brøndby-menn voru heldur betur ekki ánægðir með sína menn eftir leik. Vísir/Diego Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. Allt ætlaði um koll að keyra þegar flautað var til leiksloka í Víkinni í kvöld eftir yfirburðasigur Víkinga á dönskum mótherjum sínum í Brøndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Heimamenn unnu verðskuldaðan 3-0 sigur á Dönunum sem stuðningsmenn þeirra síðarnefndu voru bersýnilega ekki sáttir með. Fimm milljón króna tjón Haukur Hinriksson framkvæmdastjóri Víkings segir í samtali við fréttastofu að tjónið sem stuðningsmenn Brøndby ollu nemi allt að fimm milljónum króna. Ljóst hafi verið áður en flautað var til leiksloka að aðstoðar lögreglunnar við að fylgja þeim úr Víkinni yrði nauðsyn. Blaðamaður náði sambandi við Hauk þar sem hann gekk um svæðið að yfirfara skemmdarverkin svo hægt verði að skila ítarlegri skýrslu til eftirlitsmanns Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA). „Þeir eyðilögðu klósett hjá okkur, rifu fána og annað. Þetta er örugglega skaði upp á fimm milljónir,“ segir hann. Hann segist hafa orðið var við mikil læti þegar stuðningsmenn gestanna voru leiddir út af vellinum. Átök hafi brotist út milli þeirra og lögreglumanna sem voru komnir á vettvang þar sem piparúða var beitt. Tveir enduðu í sjúkrabíl vegna áverka af völdum piparúðans en þar var um að ræða gæslumenn á vegum gestanna sem stigu inn í átökin. Haukur segist jafnframt hafa heyrt af því að einn gestanna hefði kýlt lögreglumann í andlitið. Tveir í sjúkrabíl Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, segir Brøndby hafa selt færri miða en þeir hafi átt rétt á og reynt að velja þá vel sem fengju að fara á leikinn. Samt hafi þeim tekist að velta ferðaklósetti sem komið hafði verið fyrir fyrir gestina. Hann segir að lögreglan hafi verið til kölluð vegna minniháttar áfloga í stúkunni. Einhverjir hafi verið skallaðir en enginn hlotið áverka. Tveir gæslumenn á vegum Brøndby hafi svo fengið piparúða annars vegar í augun og hins vegar í munninn við að reyna að stöðva átökin. Þeir fengu báðir aðhlynningu í sjúkrabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu hituðu stuðningsmenn Bröndby upp á Ölveri í Glæsibæ fyrir leikinn. Þar var nokkuð um læti og mölbrutu gestirnir meðal annars innrammaða treyju FC Kaupmannahafnar á vegg staðarins. FCK og Bröndby eru erkifjendur í danska boltanum. Þegar stuðningsmennirnir ætluðu að mæta í drykk að loknu tapinu í Víkinu voru þeir ekki velkomnir og var vísað í burtu. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Frederik Birk, þjálfari Bröndby, sagði lítið en lét tilfinningar sínar greinilega í ljós í viðtali eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í kvöld, niðurstaða sem eru „risastór“ vonbrigði. 7. ágúst 2025 22:04 „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32 „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ sagði stoðsendingagjafinn Gylfi Þór Sigurðsson eftir frækinn 3-0 sigur Víkings gegn Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 7. ágúst 2025 21:06 Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sjá meira
Allt ætlaði um koll að keyra þegar flautað var til leiksloka í Víkinni í kvöld eftir yfirburðasigur Víkinga á dönskum mótherjum sínum í Brøndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Heimamenn unnu verðskuldaðan 3-0 sigur á Dönunum sem stuðningsmenn þeirra síðarnefndu voru bersýnilega ekki sáttir með. Fimm milljón króna tjón Haukur Hinriksson framkvæmdastjóri Víkings segir í samtali við fréttastofu að tjónið sem stuðningsmenn Brøndby ollu nemi allt að fimm milljónum króna. Ljóst hafi verið áður en flautað var til leiksloka að aðstoðar lögreglunnar við að fylgja þeim úr Víkinni yrði nauðsyn. Blaðamaður náði sambandi við Hauk þar sem hann gekk um svæðið að yfirfara skemmdarverkin svo hægt verði að skila ítarlegri skýrslu til eftirlitsmanns Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA). „Þeir eyðilögðu klósett hjá okkur, rifu fána og annað. Þetta er örugglega skaði upp á fimm milljónir,“ segir hann. Hann segist hafa orðið var við mikil læti þegar stuðningsmenn gestanna voru leiddir út af vellinum. Átök hafi brotist út milli þeirra og lögreglumanna sem voru komnir á vettvang þar sem piparúða var beitt. Tveir enduðu í sjúkrabíl vegna áverka af völdum piparúðans en þar var um að ræða gæslumenn á vegum gestanna sem stigu inn í átökin. Haukur segist jafnframt hafa heyrt af því að einn gestanna hefði kýlt lögreglumann í andlitið. Tveir í sjúkrabíl Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, segir Brøndby hafa selt færri miða en þeir hafi átt rétt á og reynt að velja þá vel sem fengju að fara á leikinn. Samt hafi þeim tekist að velta ferðaklósetti sem komið hafði verið fyrir fyrir gestina. Hann segir að lögreglan hafi verið til kölluð vegna minniháttar áfloga í stúkunni. Einhverjir hafi verið skallaðir en enginn hlotið áverka. Tveir gæslumenn á vegum Brøndby hafi svo fengið piparúða annars vegar í augun og hins vegar í munninn við að reyna að stöðva átökin. Þeir fengu báðir aðhlynningu í sjúkrabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu hituðu stuðningsmenn Bröndby upp á Ölveri í Glæsibæ fyrir leikinn. Þar var nokkuð um læti og mölbrutu gestirnir meðal annars innrammaða treyju FC Kaupmannahafnar á vegg staðarins. FCK og Bröndby eru erkifjendur í danska boltanum. Þegar stuðningsmennirnir ætluðu að mæta í drykk að loknu tapinu í Víkinu voru þeir ekki velkomnir og var vísað í burtu.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Frederik Birk, þjálfari Bröndby, sagði lítið en lét tilfinningar sínar greinilega í ljós í viðtali eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í kvöld, niðurstaða sem eru „risastór“ vonbrigði. 7. ágúst 2025 22:04 „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32 „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ sagði stoðsendingagjafinn Gylfi Þór Sigurðsson eftir frækinn 3-0 sigur Víkings gegn Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 7. ágúst 2025 21:06 Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sjá meira
„Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Frederik Birk, þjálfari Bröndby, sagði lítið en lét tilfinningar sínar greinilega í ljós í viðtali eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í kvöld, niðurstaða sem eru „risastór“ vonbrigði. 7. ágúst 2025 22:04
„Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32
„Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ sagði stoðsendingagjafinn Gylfi Þór Sigurðsson eftir frækinn 3-0 sigur Víkings gegn Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 7. ágúst 2025 21:06
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti