Enski boltinn

Mancini vill fá meira frá Nasri

Nasri fær að spila gegn sínum gömlu félögum á morgun.
Nasri fær að spila gegn sínum gömlu félögum á morgun.
Roberto Mancini, stjóri Man. City, viðurkennir að vera ekki nógu ánægður með Frakkann Samir Nasri sem gekk í raðir félagsins frá Arsenal í sumar. Mancini vill fá meira fra´leikmanninum.

Nasri hefur ekki tekist að festa sig í sessi hjá liðinu og hefur ekki alveg sýnt sömu takta og hann gerði með Arsenal síðasta vetur.

"Ég tel Nasri vera meistara og frábæran leikmann. Ég tel hann geta gert betur en þegar maður þarf að breyta liðinu oft þá eiga leikmenn í vandræðum  með að blómstra," sagði Mancini.

"Sjálfstraustið hans er líklega ekki upp á marga fiska í augnablikinu því hann spila ekki gegn Chelsea. Hann getur bætt úr því í leiknum á morgun," sagði Mancini en þá spilar City gegn gamla félagi Nasri, Arsenal.

"Ég vil sjá Nasri spila betur því hann er frábær leikmaður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×