Enski boltinn

Svakalegur sunnudagur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Mynd/Nordic Photos/Getty
Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina og er óhætt að segja að erfitt verði fyrir áhugamenn um enska boltann að slíta sig frá viðtækjunum á morgun. Þá verður svokallaður þríhöfði í boði, þrír stórleikir í röð.

Topplið Manchester City vill koma sér aftur á beinu brautina eftir 2-1 tapið fyrir Chelsea á mánudagskvöldið. Það var fyrsta tap City í deildinni nú í vetur en liðið fær nú annað Lundúnalið, Arsenal, í heimsókn.

Manchester United hefur líka aðeins tapað einum leik á tímabilinu en liðið fer í heimsókn til Heiðars Helgusonar og félaga í QPR í hádegisleiknum á morgun.

Heiðar hvíldi vegna smávægilegra meiðsla þegar QPR tapaði fyrir Liverpool um síðustu helgi en verður vonandi klár í slaginn í dag. Þá tekur Aston Villa á móti Liverpool, sem má ekki við því að tapa fyrir liðum úr neðri hluta deildarinnar ætli það sér að gera atlögu að einu af efstu fjórum sætum deildarinnar. Liverpool er nú í því sjötta.

Leikir helgarinnar

Laugardagur:

15.00 N’castle - Swansea Sport 2 & HD

15.00 Fulham - Bolton Sport 3

15.00 Everton - Norwich Sport 4

15.00 Blackburn - WBA Sport 5

15.00 Wolves - Stoke Sport 6

17.30 Wigan - Chelsea Sport 2 & HD

Sunnudagur:

12.00 QPR - Man. United Sport 2 & HD

14.05 Aston Villa - Liverpool Sport 2 & HD

15.00 Tottenham - SunderlandSport 3

16.10 Man. City - Arsenal Sport 2 & HD




Fleiri fréttir

Sjá meira


×