Handbolti

HM 2011: Úrslitin ráðast í kvöld | ítarleg umfjöllun á Stöð 2 sport

Heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna lýkur í dag og verður úrslitaleikurinn á milli Frakka og Norðmanna sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 sport kl. 19.05. Leikurinn um þriðja sætið hefst kl. 16.20 en þar eigast við Spánn og Danmörk.

Að venju verður ítarleg umfjöllun um HM í þætti Þorsteins J og gesta. Upphitun hefst kl. 18.00 þar sem að Geir Sveinsson og Guðjón Guðmundsson fara yfir stöðuna með Þorsteini. Strax eftir úrslitaleikinn verður keppnin gerð upp og hefst sú útsending kl. 20.45.

Fyrr í dag vann Brasilía lið Rússlands 36-20 í leik um 5. sætið. Þessa stundina eigast við Angóla og Króatía í leik um 7. sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×