Handbolti

HM 2011: Rakel Dögg gerði upp Brasilíuferðina í þætti Þorsteins J

Ítarleg umfjöllun var um undanúrslitaleikina í HM kvenna í handbolta í gær á Stöð 2 sport. Rakel Dögg Bragadóttir var gestur þáttarins en hún meiddist alvarlega á hné nokkrum dögum áður en HM hófst í Brasilíu. Rakel tók að sér nýtt hlutverki í leikmannahópnum á meðan keppnin fór fram í Brasilíu og fór hún yfir mótið með Þorsteini J., Geir Sveinssyni, og Guðjóni Guðmundssyni.

Rakel er sammála því sem Geir og Guðjón hafa sagt að undanförnu, að það sem íslenska liðið geti bætt sé líkamlegt ástand: ,,Ég mæli hiklaust með því að fleiri íslenskir leikmenn fari í atvinnumennsku til að bæta sig,'' sagði Rakel Dögg m.a. í þættinum. Með því að smella á örina hér fyrir ofan má sjá samantektina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×