Umfjöllun og viðtöl: Valur - Akureyri 23-30 Stefán Árni Pálsson skrifar 16. desember 2011 17:21 Akureyri vann öruggan sigur á Val í Vodafone-höllinni í síðasta leik liðanna fyrir landsleikjafríið langa. Akureyri var með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og sigurinn aldrei í hættu. Bjarni Fritzson var atkvæðamestur í liði Akureyrar með tíu mörk en Sturla Ásgeirsson gerði níu fyrir Val. Leikurinn hófst heldur rólega og áttu liðin erfitt með að finna taktinn. Sóknarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska og þurfti leikmenn heldur betur að hafa fyrir hverju einasta marki. Fyrri hálfleikurinn var virkilega jafn og munaði aldrei miklu á liðinum. Sturla Ásgeirsson, leikmaður Vals, var frábær í hálfleiknum en hann gerði sjö mörk á fyrstu 30 mínútum leiksins. Staðan var 11-11 í hálfleik. Akureyri byrjaði síðari hálfleikinn miklu betur en heimamenn og voru mun ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Fljótlega voru þeir komnir með fjögra marka forystu 16-12. Gestirnir juku aðeins við forskotið og komust síðar sjö mörkum yfir 23-16. Þá komu Valsmenn örlítið til baka og skoruðu fjögur mörk í röð. Lengra komust heimamenn samt sem áður ekki og Akureyri vann öruggan sjö marka sigur 30-23.Atli: Það verður gott fyrir ákveðna leikmenn að fá smá hvíld„Þetta var frábær sigur hjá okkur og við erum að bæta okkur jafnt og þétt með hverjum leik,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir sigurinn í dag. „Við vorum hundóánægðir með okkar spilamennsku í hálfleik þrátt fyrir að staðan hafi verið jöfn þá. Við byrjuðum síðan seinni hálfleikinn frábærlega vel og klárum leikinn í raun og veru þá.“ „Sóknarlega var liðið eilítið hikandi í fyrri hálfleiknum og við vorum að spila bara allt of hægt en það small allt í seinni hálfleiknum“. „Ég er virkilega fegin að komast í smá pásu núna og fá tækifæri til að hvíla leikmenn og koma hópnum í almennilegt stand. Við erum með frábært lið og þegar allir eru heilir þá ráða fáir við okkur“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Atla hér að ofan.Sturla: Áttum í raun ekki séns í seinni hálfleik„Þetta var mjög súrt tap,“ sagði Sturla Ásgeirsson, fyrirliði Vals, eftir tapið í dag. „Leiðinlegt að fara inn í fríið með tap á bakinu og einnig erum við komnir þremur stigum á eftir Akureyri eftir þennan leik sem er mjög svo slæmt“. „Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn og vorum alls ekki síðri aðilinn þá. Síðan hrinur bara allt í síðari hálfleiknum hvort sem það er vörn, sókn eða markvarsla“. „Ég veit ekki hvað gerðist hvort menn voru eitthvað þreyttir en við áttum í raun ekki séns í seinni hálfleik“. „Það verður nóg að gera hjá okkur í þessu svokallaða fríi og við þurfum í raun að bæta okkur á öllum sviðum“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sturlu með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Akureyri vann öruggan sigur á Val í Vodafone-höllinni í síðasta leik liðanna fyrir landsleikjafríið langa. Akureyri var með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og sigurinn aldrei í hættu. Bjarni Fritzson var atkvæðamestur í liði Akureyrar með tíu mörk en Sturla Ásgeirsson gerði níu fyrir Val. Leikurinn hófst heldur rólega og áttu liðin erfitt með að finna taktinn. Sóknarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska og þurfti leikmenn heldur betur að hafa fyrir hverju einasta marki. Fyrri hálfleikurinn var virkilega jafn og munaði aldrei miklu á liðinum. Sturla Ásgeirsson, leikmaður Vals, var frábær í hálfleiknum en hann gerði sjö mörk á fyrstu 30 mínútum leiksins. Staðan var 11-11 í hálfleik. Akureyri byrjaði síðari hálfleikinn miklu betur en heimamenn og voru mun ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Fljótlega voru þeir komnir með fjögra marka forystu 16-12. Gestirnir juku aðeins við forskotið og komust síðar sjö mörkum yfir 23-16. Þá komu Valsmenn örlítið til baka og skoruðu fjögur mörk í röð. Lengra komust heimamenn samt sem áður ekki og Akureyri vann öruggan sjö marka sigur 30-23.Atli: Það verður gott fyrir ákveðna leikmenn að fá smá hvíld„Þetta var frábær sigur hjá okkur og við erum að bæta okkur jafnt og þétt með hverjum leik,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir sigurinn í dag. „Við vorum hundóánægðir með okkar spilamennsku í hálfleik þrátt fyrir að staðan hafi verið jöfn þá. Við byrjuðum síðan seinni hálfleikinn frábærlega vel og klárum leikinn í raun og veru þá.“ „Sóknarlega var liðið eilítið hikandi í fyrri hálfleiknum og við vorum að spila bara allt of hægt en það small allt í seinni hálfleiknum“. „Ég er virkilega fegin að komast í smá pásu núna og fá tækifæri til að hvíla leikmenn og koma hópnum í almennilegt stand. Við erum með frábært lið og þegar allir eru heilir þá ráða fáir við okkur“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Atla hér að ofan.Sturla: Áttum í raun ekki séns í seinni hálfleik„Þetta var mjög súrt tap,“ sagði Sturla Ásgeirsson, fyrirliði Vals, eftir tapið í dag. „Leiðinlegt að fara inn í fríið með tap á bakinu og einnig erum við komnir þremur stigum á eftir Akureyri eftir þennan leik sem er mjög svo slæmt“. „Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn og vorum alls ekki síðri aðilinn þá. Síðan hrinur bara allt í síðari hálfleiknum hvort sem það er vörn, sókn eða markvarsla“. „Ég veit ekki hvað gerðist hvort menn voru eitthvað þreyttir en við áttum í raun ekki séns í seinni hálfleik“. „Það verður nóg að gera hjá okkur í þessu svokallaða fríi og við þurfum í raun að bæta okkur á öllum sviðum“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sturlu með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira